Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 173
173
berjask skal, heill at sverða svipun«, þá segir hann
svo:
Þat er it þriðja,
ef þú þjóta heyrir
úJf und asklimum,
heilla auðit verðr þér
af hjálmstöfum,
ef þú sér þá fyrri fara1 2.
Svo sem fjölkyngiskonur bregðast opt í fuglslíki
(svanaham, gæsaham o. fl.), svo bregðast og Qöl-
kyngismenn opt í úlfslíki. Aldrei er þess að vísu
getið, að Oðinn hafi brugðizt í úlfsliki, en það má
þó telja víst, að fjölkyngismenn bregðist í úlfslíki,
vegna þess að úlfarnir stóðu í svo nánu sambandi
við Oðin, er var fræðari og leiðtogi allra fjölkyngis-
tnanna*.
Sú hugmynd er mjög gömul, að menn bregðist
í úlfslíki, og var til með mörgum þjóðum. Nevrar
voru þjóðflokkur einn í Skytíu í fornöld. Þeir voru
kallaðir mjög fjölkunnugir. Herodót segir að um þá
sje sagt, að sjerhver þeirra verði að úlfi í nokkra
daga á hverju ári, en taki svo aptur sína fyrri mynd.
»Eg trúi eigi þessari sögn«, segir hann, »en þó
sverja menn og sárt við leggja, að hún sje sönn«3.
Sá maður var kallaður XuxávflpMzo? með Grikkjum,
1) Sigurðarkv. II, 22.
2) Þar sem sagt er um tröllkonur, að þær hafl riðið •
vörgum, (smb. Sn. Eddu Kh. 1875, bls. 59 og Hyndl. 5), þá
-er sú trú liklega sprottin af því, að þessar tröllkonur voru
fjölkunnugar, en úlfurinn er mjög riðinn við fjölkyngi í
þjóðtrúnni, vegna þess að hann stóð í svo nánu sambandi
'Við Óðin, er var höfundur allrar fjölkyngi.
3) Herod. 4. bók 105. kap.