Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 176
176
þessum ósköpum, fór leynt með það, en það var trú
manna, að hann frelsaðist úr þessum álögum, ef
einhver segði honum það að fyrra bragði, að hann
væri verúlfur. Eptir það mátti aldrei bregða hon-
um þvi, að hann hefði verið verúlfur, því að þá
varð hann háður sömu álögum og áður1.
Samkynja trú var og til um möru2, enda er
trúin um verúlf og möru að mörgu leyti lfk. Kon-
ur geta með vissum töfradómum og töfra-athöfnum
komizt hjá að fæða börn sin með þjáningu, eu þá
verða sveinbörnin verúlfar en meybörnin mörur3.
Sagnir eru fil um það, að fjölkyngismenn eða
fordæður hafi breytt heilum kirkjusöfnuðum eða
brúðarskörum í verúlfa. Sú sögn hefur myndazt f
Svíþjóð, að Rússar hafi breytt öllum sænskum her-
mönnum í verúlfa, er þeir náðu á sitt vald í stríðinu
1808, og sent þá svo til Svíþjóðar til þess að vinna
landsfólkinu mein4.
Sjaldgæft er það í sögnunum, að konur breytist
i úlfsliki, en þó eru þess nokkur dæmi. I Völs-
unga sögu er sú sögn um móður Siggeirs konungs,
að hún hafi brugðizt i úlfslíki5. Þessi hugmvnd
kemur og fyrir í nokkrum sögnum frá siðari tím-
um6.
1) Jens Kamp: Danske Folkeminder, Odense 1877. bls.
264. Thiele : Danm. Folkesagn II, 280.
2) J. Kamp: Danske Folkeminder, bls. 264.
3) Thiele: Danm. Folkesagn, II, 279 og Westerdahl:
Beskr. om svenske sedar, bls. 28.
4) A. Faye: Norske Folkesagn. bls. 78.
5) Völsunga saga 5. kap.
6) Svo sem dæmi má benda á ævintýrið »Varul£ven«
í »Svenska Folk-sagor och Áfventyr* af G. O. Hyltén-Cavallius