Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 177
177
Það er eigi ávalt að verúlfarnir sje menn, er
orðið hafa fyrir álögum, heldur eru þeir opt töfra-
menn, er taka sjer þetta gervi til þess að að geta
því fremur unnið öðrum mein1, og eru þeir þá opt
í för með fordæðunum. Allir verúlfar ásækja þung-
aðar konur, og leita eptir að rifa þær á hol og eta
fóstur þeirra, enda er sú trú til, að þeir losni úr
álögunum ef þeir geta komið því fram2.
Af því sem sagt hefur verið, er það auðsætt,
að mikil töfratrú hefur verið i hugmyndum manna
um úlfinn. Allar líkur eru til, að sú trú sje að
mestu leyti af þeim rótum runnin, að úlfurinn var
helgaður Oðni, er öll fjölkyngi var komin frá. Úlf-
urinn er og að ýmsu leyti settur í samband við
djöfulinn, og sýnir það eitt með öðru, að hugmynd-
irnar um úlfinn standa i sambandi við hinar fornu
och G. Stephens, bls. 821. og sjomfruen i "Ulveham* (Sv.
Grundtvig: Danm. gamle Folkeviser II, 16H). All-margar
sagnir eru um það, að menn verði að björnum, og eru þær
mjög líkar sögnunum um verúlfana. Faðir Böðvars bjarka
var í bjarnarlíki, og hafði orðið fyrir stjúpmóðursköpum.
(Hrólfs s. kraka 26. kap.). Böðvar bjarki var og sjállur í
bjarnarlíki í Skuldarbardaga. I Noregi eru allmiklar sagnir
um menn í bjarnarlíki (Husebjörne); eru það ýmist menn, er
orðið hafa fyrir álögum, eða töframenn, er taka sjer þetta
gervi (Faye: Norske Folkesagn, bls. 78). Þessi hugmynd
kemur og fyrir í ýmsum þjóðkvæðum, t. d. í >Liten Lav-
rands unge«, (Landstad : Norske Folkevíser, bls. 886), og
>Dalbybjörnen«, (Sv. Grundtvig: Danm. gamle Folkeviser,
II, 206). Þjóðtrúarhugmyndirnar um björninn og úlfinn eru
yfir höfuð að tala mjög líkar.
1) Faye: Norske Folkesagn, bls. 78.
2) Thiele: Den danske Almues overtroiske Meninger.
Kh. 1860, bls. 192., og J. Kamp: Danske Folkeminder, bls.
264. ’ ‘
12