Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 178
178
trúarhugmyndir um Óðin. í gömlum þýzkum ritum
kemur það fyrir, að djöfullinn er nefndur »Höllen-
wolf*1. í guðfræðisritum frá miðöldunum er honum
víða líkt við úlf; hann er nefndur vlupus vorax«t
og öðrum slíkum nöfnum.
Hrafninn er allra fugla alþýðlegastur hjer á
landi. Mikill fjöldi kvæða og vísna hefur verið ort
um hann; miklar og margháttaðar sagnir ganga um
hann, og margskonar alþýðutrú hefur myndast um
hann. Hjer verður að eins minzt nokkuð á þær
sagnir og þá trú, er snertir efni þessarar ritgerðar.
Hrafninn var fugl Óðins og var helgaður hon-
um; því er Óðinn kallaður hrafnaguð. Huginn og
Muninn sitja á öxlum honum, og segja í eyru hon-
um öll tiðindi, er þeir sjá og heyra.2 Svo sem hrafn-
1) J. Grimm : Deutsche Mythologie 948.
2) Úlfur og hrafn voru helgaðir Appollóni, og hrafninn
færði honum tíðindi. í>A er hrafninn færði Appollóni frjett-
ina um ótrúmensku Kórónísar, varð Appollón svo reiður, að-
hann bölvaði hrafninum, er flutti honum þessi illu tíðindi
Svo mikill kraptur fylgdi þeirri bölvun guðsins, að hrafninn.
varð svartur, en áður hafði hann verið hvítur. (L. Prelleri
Griechische Mythologie I, 424, og Ovid.: Metamorph. 596 og
næstu vers á eptir). Apollón skipar að mörgu ieyti sama
rúm í grísku trúnni sem Óðinn í norrænu trúnni. Apollón
er spásagnaguð svo sem Óðinn, og hann er leiðtogi söng-
gyðjanna (Musagetes) svo sem Óðinn er leiðtogi valkyrjanna.
Hrafn sat í skauti Miþrasar, persneska sólguðsins. Lík trú
birtist víða um dúfur í sögnum um helga menn, því að dúf-
an var tákn (symbol) heilags anda. Um Basilíus mikla er-
sú sögn, að hvít dúfa hafl sjezt sitja á hægri öxl honum, er
hann prjedikaði, og haíi hann frá henni fengið vísdóm og
rjetta skilningu hins heilaga málefnis, er hann var að tala.
um. Likar sagnir eru um Gregor páfa mikla, Ágústín kirkju-
föður, o. fl. Lík sögn er og um Guðmund biskup Arason,