Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 179
179
inn flytur Óðni tíðindi, svo er hann einnig boðberi
hans; hann þekkir ráð og vilja Óðins, og býr yflr
rnikilli vizku. Hann flytur mönnunum boðskap um
hulda hluti, — hann er spáfugl.
I fornöld trúðu flestar eða allar Indo-evropu-
þjódir mjög á fuglspár. Fuglinn er eigi á sama
hátt bundinn við jörðina sem önnur dýr. Hann
hverfur frá jörðinni í lopt upp og kemur svo aptur
niður til jarðarinnar. Nú er hinn sýnilegi himinn
tákn hins ósýnilega bimins, en hinn ósýnilegi him-
inn er bústaður guðdómsins, er öllu ræður og stjórn-
ar, og er alisvitandi. Þá er fuglinn flýgur hátt »upp
til himinskýja«, kemst hann í samband við guðina,
og því má hann boða mönnunum vilja þeirra og
ráðstafnir.1 Þetta var sameiginleg trú fornþjóðanna,
(Bp. .1, 436). Þótt þessar sagnir um dúfuna sje að miklu
leyti af öðrum toga spunnar en sagnirnar um hrafna Óðins,
þá eru þær þó að nokkru líkar, og sprotnar af hinni almennu
trú fornþjóðanna, að fuglarnir flytji mönnunum boðskap frá
guðunum
II Stjörnuspádómarnir eru að nokkru leyti af sama upp-
runa. Upphaflega voru stjörnurnar hugsaðar sem persónu-
legar verur, en fyrir því að þær eiga hústað uppi við himin-
hvoliið, þá eru þær i nánara sambandi við guðdóminn en
jarðneskar verur. Þær eru því margs vitandi, og því má fá
vitneskju hjá þeim um leyndardóma og hulda hluti.
Flestir munu kannast við þessa þulu:
«Tunglið, tunglið, taktu mig,
og berðu mig upp til skýja,
þar situr hún móðir mín
og kembir ull nýja* o. s. frv.
Sumir hafa upphaf þessarar þulu á annan veg:
»Grágæsa móðirin góða!
ljáðu mjer þína vængina,
svo eg megi fljúga
- 12*