Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 180
180
en það fór eptir hinni sjerstöku trú hverrar þjóðar
hverjir fuglar voru einkum spáfuglar. Á Norður-
löndum var hrafninn spáfugl framar öllum öðrum
fuglum, af því að hann var helgaður Oðni.
Hrafninn »sagði spár« um ýmsa hluti. Hrafna-
Flóki hafði með sjer hrafna þrjá, er hann fór hing-
að til íslands, og tók mark af flugi þeirra. Svo er
sagt, að hann »blótaði hrafna þrjá, þá er honum
skyldu leið vísa, því at þá höfðu hatsiglingarmenn
engir leiðarstein f þann tima á Norðrlöndum*.* 1 2 Af
því að hrafninn er boðberi »valföður«, þá flytur
hann einkum tiðindi um vig, og spáir feigð. Þá er
Hákon jarl hafði kastað kristninni, og bjó'st að fara
herskildi um Gautland, »þá gerði hann blót mikit;
þá komu þar hrafnar tveir fljúgandi ok gullu hátt;
þóttist jarl þá vita, at Óðinn mundi þegit hafa blót-
it, og þá mundi jarl hafa dagráð til að berjast.«*
Þá er Haraldur harðráði var ferðbúinn til Englands,
og lá við Sólundir, þá dreymdi mann á konungs-
skipinu, þann er Gyrður hjet, að »hann þóttist þar
staddr á konungsskipinu, ok sjá upp á eyna, hvar
tröllkona mikil stóð, ok hafði skálm í hendi, en í
annari trog; hann þóttist ok sjá yfir öll skipin; hon-
upp til himinskýja;
þar situr hún móðir minc o. s. frv.
Þessar tvær myndir þulunnar benda til þess, að trúarhug-
myndirnar um fuglana og himintunglin eru líkar að eðli og
uppruna; hvorttveggja stendur í sambandi við hinn ósýnilega
andans heim. Bæði fuglar og stjörnur eru *meðalgangarar«
millum himins og jarðar, millum bústaðar guðanna og mann-
anna.
1) Landn. I, 2. kap.
2) Fornm. s. I, 181.
*