Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 186
186
segir tvevetr,
trúi ek eigi at heldr;
en þrevetr segir,
þykkira mér líkligt:
kveðr mik róa
á merar höfði,
en þik, konungr!
þjóf míns fjár.1 2
Sú trú hefur lengi haldizt við, að ýmsir menn
skilji hrafnamál. Svo er sagt um Svein biskup
spaka, Odd Gottskálksson, Odd biskup Einarsson og
ýmsa fieiri, að þeir hafi skilið hrafnamál, en eink-
um ganga miklar sagnir um Þorleif prófast Skapta-
son, að hann hafi verið vel að sjer f þessari íþrótt.*
Sjera Þorleifur var atkvæðamaður mikill, og hefur
hann án efa unnið sjer lotningu manna og aðdáun.
Hann var lærdómsmaður raikill og mælskumaður,
skörulegur sýnum, mikill vexti og ramur að afli,
svo sem þeir frændur fleiri. Um slika menn mynd-
uðust tíðum einhverjar undrasagnir.
I sumum sögnum er hrafninn bjargvættur góðra
manna, eða þeirra sem ofsóttir eru; það er sem
hann sje í þjónustu einhvers góðs anda. Það er
eigi ólíklegt, að sumar af þeim sögnum sje þaðan
runnar, að hrafninn var í þjónustu Oðins, hins æðsta
guðs,3 en hitt er auðsætt, að nokkrar þeirra eru
1) Heimskringla, Chria 1868, bls. 635.
2) ísl. Þjóðs. og œvint. I, 582.
3) Það er líklegt að hrafninn hafi verið í þjónustu Óð-
ins, þá er hann færði Sigmundi konungi blaðið, er hafði hinn
undursamlega lækningakrapt (Völs. s. 8. kap.); það er Hklegt,
að hann reynist Sigmundi slík hjargvættur fyrir þá sök, að
hann var í þjónustu Óðins.