Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 187
187
íkomnar af frásögninni um Elias spámann, þá er
hann var við lækinn Kriþ, og hrafnar færðu honum
fæðu.1 Sögnin um hinn heilaga Erasmus er auðsjá-
anlega af þeim rótum runnin. Hann flýði frá Anti-
•okkíu fyrir ofsóknum Diokletíanusar keisara, og
hafðist víð á eyðimörk i sjö ár. Þar fjellu viilu-
dýrin á knje fyrir honum, og hratnar færðu honum
fæðu, og tóku blessun af honum.2 3 í ýmsum öðrura
sögnum, er eigi sýnast vera beinlínis komnar af frá-
sögninni um Elias spámann, er þó einhver helgiblær
yfir starfsemi hrafnsins. Þess kyns er sögnin um
Herjólf og Vilborgu. Hrafninn hjálpar Vilborgu, af
því að hún hafði liknað fátækum mönnum. Nokk-
uð annars eðlis eru þær sagnir um hrafninn, þar
sem hann er þakkiátur, og hjálpar þeim, er hafa
geflð honum mat, svo sem þá, er hann hjálpar
‘bóndadótturinni á Guliberastöðum. I sögninni um
•Skiðastaði er sem hrafninn hjálpi vinnukonunni bæði
vegna þess að hún hafði gefið honum mat, og einn-
ig fyrir þásök, að hún hafði líknað fátækum mönnum.*
Til eru sagnir um hrafna, sem eru menn í á-
lögum; þeir geta eigi losnað úr þeim álögum nema
einhver verði til þess að gefa þeim barn sitt, eða
jþá »lifur og lungu* úr einhverjum ákveðnum manni.
Það er líklegt að þessar sagnir eigi rót sina að
rekja til trúarinnar um Oðin, því að í þessum sögn-
-um birtist hin ramasta fjölkyngi, og hrafninn verð-
*ur að þiggja mannblót til þess að losna úr álög-
unum.
Ein af þessum sögnum er í danska þjóðkvæð
1) I. Konunga b. 17. kap.
2) Heilagra in. s. I, 363.
3) ísl. Þjóðs og ævint. II, 81; I, 617; II, 42.