Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 189
189
bere boð«.i Skylt þessu er og kvæðið »Bavn förer
Runer«..t
Þótt eins konar helgiblær sje á trúnni ura
hrafninn í sumura sögnum, svo sem áður er sagtr
og hann sje 1 þjónustu guðs eða góðra anda, þá
gætir hins þó raiklu meir, að hann er í þjónustu
djöfulsins og illra anda. Þetta er eðlilegt, þar sem
Oðinn er orðinn að djöflinum og ýmsum illvættum.
Hrafninn er i þjónustu Oðins í þessari breyttu mynd
svo sem áður.s
Það kemur snemma í ljós í þjóðtrúnni, að hrafn-
inn er í sambandi við djöfulinn og illa anda. Eitt
uf undrum þeim, er bar fyrir þá Bróður og fjelaga
hans fyrir Brjánsbardaga, var það, að hrafnar sóttu
að þeim, og sýndust þeim úr járni nefin og klærn-
ar. En Ospakur þýddi svo þetta undur: »En þar
sem hrafnar sóttu að yðr, þat merkir djöfla þá
er þér trúit á ok yðr munu draga til helvítis
kvala«.1 2 3 4 Fordæður, illir andar og djöflar, birtast
opt í hrafnslíki, og eru þá optast með járnklóm og
járnnefi. I sögu Benedikts ábóta er þess getið, að
einhver illur andi kom til hans sem svartur fugl, og
1) Landstad: Norske Folkeviser bls. 508
2) Sv. Grundtv.: Danm. gamle Folkeviser II, 189.
3) Þá er sagt er að tyuð borgi fyrir hrafninn«, er þab
sagt til marks um hina óendanlegu gæzku guðs; — hann
hefur jafnvel velþóknun á líknsemi vib hrafninn.
Einhvern tima þá er sjera Eggert Bjarnason (síðast prest-
úr í Stafholti, d. 1856) var að spyrja börn, er sagt ab hann
haíi spurt eitt barnið hvort alt væri gott, sem guð hefði
skapað. Barnið játaði þvi. »En helvizkur hlafninn?« sagði
prestur; — hann var blestur í máli, og gat eigi nefnt r-ið.
4) Njála 157. kap.