Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 190
190
freistaði hans.‘ Andir fordæmdra manna, eða þeirra-
sem eru í hreinsunareldinum birtast opt i hrafnsliki..
Miklar sagnir hafa gengið um það, að hreinsunar-
eldur eða jafnvel kvalastaður fordæmra væri í
Heklu, enda er svo sagt, að þar hafi opt sjezt hrafn-
ar með járnklóm og járnnefi.1 2 Um öll Norðurlönd,.
Þyzkaland, Holland og fleiri lönd hafa gengið mjög
miklar sagnir um það, að menn yrðu að þola hegn-
ingu i Heklu eptir dauðann.3 I hinu norska »Draume-
Tcvœði« er svo sagt á einum stað:
Sæl er den i föðesheimen
fatike geve sko,
han tar inke berfött gange
pá kvasse Heklemo.
Tunga talar
og sanning svarar pá dommedag.4
1) Heil. m. s. I, 202.
2) Kvæði E. Ólafssonar, bls. 86, og ritgerb Ó. Davíðss.:
xlsland og íslendingar eptir þvi sem segir í gömlum bókum
útlendum«. Tímar. bókmf. 8. árg.
3) J. Grimm: Deutsche Mythologie, bls. 963. Thiele:
Danm. Folkesagn I 317, II, 174. Þá er Jón Egilsson getur
um Heklugosib 1610 (Safn til sögu ísl. I, 46), segir hann að
Hans konungur haíi dáið sama kveld sem eldurinn kom upp,
og sagt sje að »menn þrír skyldu hafa sjeð í loganum svo
sem abra kongs kórónu«. — Hans konungur dó þó eigi lyr
en 1513.
Jón Gizurarson segir um Gizur Einarson, að þá er hanu
kom á fund Kristjáns konungs þriðja 1540, þótti honum kon-
ungur «spyrja sig margra óþarfra hluta, sjerdeilis um Heklu-
fjall«. (Safn til sögu ísl. I, 676). Konungur hefur líklega
spurt Gizur um hin miklu undur, er sögð voru frá Heklu.
41 Landstad: Norske Folkevisir, hls. 77. >Draumekvæði«
er mjög skylt Sólarljóðum. Það er eigi óliklegt, að það sje
upphaflega sama kvæðið, en haíi breytzt svo mjög vib það,
að lifa á vörum þjóðarinnar um svo langan aldur.