Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 191
191
í Sólarljóðura kemur fyrir sú hugmynd, að djöflar
og illir andar sje í hrafnslíki; þar segir svo:
Menn sá ek þá,
er raart höfðu
orð á annan logit;
Jieljar hrafnar
or höfði þeim
harðliga sjónir slitu.1 2 3
Þessir heljar hrafnar, er hjer eru nefndir, geta eigi;
verið annað en djöflar eða illir andar. A öðrum
stað i Sólarljóðum er talað um sálir dauðra manna,,
er þola hegniugu eptir dauðann í fuglslíki:
Frá því er at segja,
hvat ek fyrst um sá,
þá ek var í kvölheima kominn:
sviðnir fuglar,
er sálir váru,
fiugu svá margir sem mý.8
I «fsl. Þjóðsögum« er svo sagt, að það þyki eigi:
»einleikið, ef annaðhvort sjest eða heyrist til hrafns.
á náttarþeli, og ætla menn að það sje illir andar,
eða slæmar fylgjur i hrafnslíki; þeir hrafnar eru
kallaðir nátthrafnar«.s Um nátthrafninn ganga all-
miklar sagnir. Jens Kamp segir að hann sje sál,.
sem eigi hefur fundið hvild, eigi fengið neinn á-
kveðinn verustað eptir dauðann, en eigi sje örvænt að
hún frelsist og komist til himnaríkis.4 Eptir flest-
um sögnum er hann sál manns, er eigi hefur feng-
ið vist i himnariki, eða hann er vofa eða iilur andi,
1) Sólarljóð 67.
2) Sólarljóð 53,
3) ísl. Þjóðs. og ævintýri I, 617.
4) J. Kamp: Danske Folkeminder, bls. 421.