Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 192
192
er særður hefur verið niður, en komið upp aptur i
þessari mynd.1
Um skaðana er sú sögn, að þeir sjáist aldrei á
skírdag, því að þá sje þeir með fordæðunum í
» TromskirJcju,«2 3 Skaðarnir eru náskyldir hröfnum.2
Hrafnsblóð var haft til margskonar töfrabragða;
römustu særingar og töfraformálar voru skrifaðir úr
hrafnsblóði. Því segir Jón sýslumaður Sigurðsson í
»Tímarímu« um dómendurna, er dæmdu »Kœrleik«
og »7rygð«, að þeir höfðu:
»Blek af krumma blóði því,
sem bezt er sagt að hríni«.s
Sá er hafði hrafnshjarta í bissu sinni, og skaut í
»fjandans nafni«, misti aldrei það er hann skaut
til4.
Miklar sagnir ganga um hrafmteininn. Ef ung-
ar hrafnsins eru bundnir í hreiðrinu, þá sækir hann
þenna undrastein til fjarlægra landa, en honum fylg-
ir sú náttúra, að allir fjötrar slitna. Eptir sumum
eögnum sækir hrafninn steininn til að gera ungana
úsýnilega; þá er steinninn huliðshjdlmssteinn5. Þess-
um hrafnsteini fylgir margháttuð trú; eptir flestum
sögnum er hann lausnarsteinn, ýmist á þann hátt,
að hann leysir alla fjötra, eða þá að hann hjálpar
konum í barnsnauð6. Sú trú var til, að sá er hefði
1) Thiele: II, 158; II, 297.
2) J. Kamp: Danske Folkeminder, bls. 221. og 266.
3) Tímarima, 134. er.
4) J. Kamp. Danske Folkeminder, bls. 218;
5) F. L. Grundtvig: Lösningsstenen, bls. 37—49 og 117
—139.
6) Að hjálpa konu í barnsnauð var eitt af þeim töfra-
brögðum er Sigurdrífa kendi Sigurði Fofnisbana;