Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 193
193
hrafnsteininn hlyti að hafa selt kölska sál sína að
veði. Sú trú var einnig til, að sá er ætti hrafn-
steininn, gæti farið loptförum, eða riðið »lopt og lög«
syo sem valkyrjur, seiðkonur og fordæður* 1 2, og minn-
ir þetta alt á hina fornu trú um Óðin8.
Djöflinum er opt líkt við hrafn, og á það án
efa rót sina að rekja til þess, að hrafninn var helg-
aður Óðni. í Duggalsleiðslu er svo að orði kveðið,
að djöfullinn sje svartur sem hrafn3. Svarti litur-
inn er einkennislitur kölska. Eitt af nöfnum kölska
á Þýzkalandi er Hellerabe = Höllenrabe, og »svarti
hrafninn« er hann stundum kallaður (sbr. »Volgen wir
iiicht dem svarzen Raben«)4. Á Suður-Jótlandi hef-
ur þessi eiður tíðkazt í daglegu tali: »Ravn tej’ meg«
{o: Ravn tage mig); en þetta er nálega sama sem
sagt væri: »fjandinn taki mig«5.
í Grímnismálum er sagt að örninn sje eitt af
Bjargrúnar skaltu kunna,
ef þú bjarga vilt,
ok leysa kind frá konum;
á lófa þær skal rísta
ok of liðu spenna,
ok biðja þá disir duga.
(Sigurdrífumál 9).
1) F. L. Grundtvig: Lösningsstenen, bls. 44.
2) Til er sú sögn um hrafnsteininn, að hann sje sigur-
steinn, og veiti þeim sigur í öllu er bera hann (Lösnings-
stenen, bls. 134—5). Þessi sögn minnir á hina fornu trú um
Óðin, að hann var sigurguð, og veitti mönnum sig-
'ar.
3) Heil. m. s. I, 349.
4) Grimm: Deutsche Mythologie, bls. 949.
6) P. L. Grundtvig: Lösningsstenen, bls. 40.
13