Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 195
195
Sú hugmynd, að Fránmar vill láta »blóta sig«, og að
hann kýs »hof« og »hörga marga«, sýnist vera
sprottin af trúnni um Oðin. Það heyrir eigi til hug-
myndinni um jötna og fjölkyngismenn, að þeir kjósi
hof og hörga sjer til handa og vilji láta blóta sig.
Danska þjóðkvæðið, »Raadengaard og Örnen«,
sýnist vera mjög skylt þessari sögn um Fránmar.
Raadengaard ríður í skóg, og þá mætir honum örn-
inn »af Bedelund«. Örninn kveðst munu eyða land
Raadengaards, ef hann skjóti dýrin á skóginum, er
sjer sje ætluð til fæðis. Raadengaard leitar við að
blíðka örninn, og býður honum uxa, kýr og feita
hesta, (»öxenn och kiör, fuoller och flede heeste«).
Fránmár kaus sjer »gullhyrndar kýr frá grams búi«,
en örninn »af Bedelund« er eigi svo litilþægur; hann
lætur sjer eigi nægja þessa kosti, er Raadengaard
býður honum, en krefst þess að fá systur hans eða
unnustu, en þá tók Raadengaard til íþróttar sinnar,
og »batt örninn með rúnum«:
Oc saa skreff handt den rame rone,
alt som handt fuorden wiste:
bant handt örnen af bede-lundt,
handt suelter offuer di qniste1.
Lík sögn þessu er í kvæðinu »Germand Gladensvend«.
Konungur og drottning eru i sjóferð, og vantar byr.
1) Danm. gamle Folkeyiser, I, 173. JÞessi Raadengaard
sýnist vera sami maðurinn sem »Raadenga,ard< eða >rigen
Ravengaard<, sem talinn er með köppum Þiðriks aí Bern í
kvæðinu um >Kong Diderik og hans Kœmper<. Um hann er
sagt, að hann hafi í skildi sínum >Ömen hin brune<, eða
»Ravnen hinbrune<, og hann >kan saa vel sine Runer<. Þessi
liaadengaard er sama sem »Rudegér af Bechlarn* í Niebelun-
genlied, Roðingeir i Yilkinasögu, og Hroþgar í Beowulfs
kviðu (sbr. Sv. Grundtvig: Danm. gamle Folkeviser I, 73.
13*