Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 199
199
siðina um miðja öldina. Höfundurinn finnur það
líka sjálfur, og getur þess sumstaðar, að ýmislegt,
sem hann lýsir, er meira en 60 ára gamalt, og hefði
því fyrirsögn ritgjörðarinnar að rjettu lagi átt að
vera »fyrir 60 árum«, enda var það timatakmark
betur valið. Það var um 1830, eða lítið fyr, sem
nokkuð fór hjer að bera á framförum hjá bændum,
einkum með bæjabyggingar. Menn áttu heldur ekki
hægt með það fyrri, því fyrsti hluti þessarar aldar,
fram undir 1820, var engan veginn glæsilegur.
Fyrst komu aldamóta-harðærin, svo ófriðar-árin og
aðflutningaleysið, þegar flestar nauðsynjar voru ó-
fáanlegar; þegar Skagfirðingar, sem voru nauð-
beygðir til að fara lestaferðir eptir fiski til suður-
lands, urðu að taka gamlar járnsleggjur til að
smíða úr þeim hestajárn. Þetta sagði mjer sannorður
maður, sem sjálfur hafði rekið einn sleggjuhausinn
niður í skeifnatein; má geta nærri, hvað hægt hefur
verið að fá við til bæjabygginga á þeim tímum. Af
þessu leiddi, að bændur fóru hjer ekki að rjetta við
fyr en eptir 1820; en það ár var líka ágætisár
hjer á norðurlandi.
í dönsku blaði *Nordstjernen« kom út ritgjörð
i ágúst-blöðunum 1892 með nafni: »Erindringer fra
Livet paa Landet for et Par Snese Aar tilbage« eptir
S. P. Nielsen. í þessari ritgjörð lýsir hann ýmsum
heimilisháttum og siðvenjum hjá stórbændum i
Danmörk fyrir 1850, en um hætti og húsaskynni
hjá kotungum (húsmönnum) getur hann ekki. Lýs-
ing hans er þess vegna engan veginn til minnkunar
hinni dönsku bændastjett. En þar á mót lýsir síra
Þorkell mörgu þvi lakasta, nefnilega hinum mesta
kotungsskap og óþrifnaði, sem hann hefur annað-
hvort heyrt um getið, eða sjeð á einstaka kotbæ,