Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 201
201
jarðarhúsin. Þar að auk voru margir af þessum
bæjum endurbygðir og stækkaðir fyrir 1850, eptir
því, sem jeg hef sjeð af síðari úttektum. A meðal-
bæjum og stærri bæjum, þar sem húsin voru fleiri,
var jafnaðarlegast skáli og stofa fremstu bæjarhúsin,
sem sneru hliðveggjum fram, en höfðu þilstafna inni
við bæjardyrnar, og stofan optast útiþilstafn líka.
Ekki voru þó stofur alstaðar móti skálanum, heldur
eitthvert geymsluhús. Þessa gömlu skála sá jeg á
fáeinum bæjum á tímabilinu frá 1830 til 1840; voru
3 af þeim með afþiljuðu herbergi i innri enda, sem
var kallað skálahús. Var mjer sagt, að það hefði
upphaflega verið haft fyrir svefnherbergi handa
gestum, en i fremra parti skálans sváfu fyrrum
vinnumenn á bænum. En þegar jeg sá þá, var
skálahúsið orðið sjerstakt geymsluhús skrálæst, en
fremri parturinn fyrir kistur og ýmislegt rusl. Á
flestum þessum skálum voru gluggarnir á þekjunni,
nema þar sem þeir voru með lopti; þá voru veggja-
gluggar.
Þetta, sem nú hefur verið sagt, er einungis um
hina gömlu bæi. En jafnframt þeim komst hjer á
nýtt byggingarlag á árunum frá 1820 til 1830, sem
lengi hafði verið haft í huga, eptir þvi sem mjer
var sagt. Fyrsta undirrót þess var ritgjörð um
bæjabyggingar eptir Guðlaug Sveinsson prófast i
Vatnsfirði, sem kom út í 11. bindi Lærdómslistafje-
lagsritanna 1791. Sjest á ritgjörð þessari, að bæjabygg-
ingar hafa þá verið orðnar bæði óreglulegar, ljótar
og jarðgrafnar. Um niðurgröftinn segir prófasturinn
í 3. gr.: »Margir hirðuleysingjar brúka og all-víða
stóran óþrifnað i þvi, að þá þeir taka gömul hús,
ryðja þeir moldinni einasta út fyrir veggina, eða 1
húsasundin, og færa hana ekki síðan burt þaðan,