Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 202
202
og af því hygg jeg það eigi sízt komið, að bæir
allvíða eru í jörð grafnir, svo litið eða ekkert upp
úr stendur, nema yfirrjáfrin einasta«. Um reglu-
leysið i bæjabyggingunum segir hann i 8. gr.: »Hjer
fyrir utan er enn nú annar óhentugleiki í því inni-
falinn, að margir setja bæjarhús svo óreglulega, að
sum snúa til austurs og vesturs, sum í suður og
norður, svo þess eina gafl horfir til þess annars síðu;
sum eru og svo miklu lengra burt en önnur, hvar
af koma mikil krókagöng og ranghalar«. Skálar
segir hann sjeu víða úr brúki, og þar sem þeir sjeu
við lýði, sofi varla meir en helmingur fólks í þeim.
Þannig lýsir hann bæjabyggingunum á vesturlandi,
og munu þær víðar hafa verið þessu líkar, eptir
því sem jeg sá af gömlum húsarústum við suma ný-
bygða bæi, þegar jeg var ungur. Sumstaðar höfðu
fjósin verið áföst við þá, þeim til stærstu lýta, þar
þau einatt sneru öðruvísi en bæjarhúsin.
Til þess nú að koma bæjabyggingunum í betra
og reglulegra horf, er ritgjörð prófastsins samin, og
fylgja henni3 uppdrættir: 1. af kotbæ, 2. af meðal-
bæ, 3. af stórbæ; minni bæirnir í tveimur röðum,
þannig, að hliðveggir búrs og eldhúss snúa fram á
hlaðið, og litið bæjardyraþil á milli þeirra; bæði
þessi hús sjeu með þilstöfnum að innan og baðstofa
og búr með lopti. Stóri bærinn í 3 röðum, er síðar
var kölluð raðabygging, og 2 hús í hverri röð, með
3 þilstöfnum fram á hlaðið; skyldi húsunum svo
skipað, að baðstofa væri innar af gestastofu, eldhús
inn af dyraporti, og búr inn af skála. Öll þessi hús,
nema eldhúsið, skyldu vera með lopti. Með þessu
lagi segist prófasturinn vita 3 prestagarða byggða,
en þó 2 af þeim með minni og lægri húsum.
Hjer í Skagafirði var loksins farið að byggja