Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 203
203
Tjæi með þessu nýja lagi eptir 1820, eins og áður er
«agt, einkum stærri bæina; en flestir voru þeir lægri
■en prófasturinn til tekur, og óvíða lopt í baðstofum
-og alls ekki í búrum. Þá var farið að hleypa þeim
upp og gjöra þá reisulegri; var moldinni víða hleypt
ofan í gömlu húsatóttirnar um l1/* alin, og sum-
«taðar meira, svo gólfið í nýju húsunum yrði jafnt
grundvellinum að utan. Þessari upphækkun fylgdi
samt sá galli, að húsin urðu miklu kaldari en áður.
Þó var hjer ekki ráðin bót á fyr en um 1870,
^ið nokkrir fóru að setja ofna í baðstofur, og grafa
kjallara til að geyma í matföng, og þó ekki víða.
Það var einnig litlu eptir 1820, að bjargálnamenn
fóru að byggja sína bæi með smábæjaforminu. En
vegna þess að ekkert húsið var haft með lopti, svo
geymsluhús vantaði, bættu þeir 2 húsum framan við
kúr og eldhús, sem sneru eins hliðveggjum fram á
hlaðið; voru það kallaðir skálar. Sumir bygðu þar
að auk dálítinn kofa við annan baðstofuendann, til
þess að bærinn yrði rjett ferhyrndur, því fáir þurftu
■eins langa baðstofu og búr og eldhús til samans;
var kofi þessi opt hafður til að geyma í eldivið á
vetrum.
Hjer að auk voru fyrrum á mörgum bæjum 1,
2, 3 skemmur fram á hlaðinu hjer um bil 5—6
faðma frá bænum; sneru þær þilstöfnum móti bæjar-
dyrum. Hefur þetta líklega verið gamall siður víðar
á landinu, og prófastur Guðlaugur Sveinsson segir
|)að sje bæði sjelegt og hentugt. En þegar kom
fram yfir 1830 fóru menn smátt og smátt að færa
þessar skemmur og setja þær í sömu línu og bæinn,
því þær þóttu spilla útsjóninni. Þar að auk fylgdi
þeim sá ókostur, að frá ómunatíð hafði verið siður,
að bera alla ösku og bæjarsorp aptur fyrir þær.