Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Blaðsíða 204
204
Þessa stóru öskuhauga, sumstaðar snarbrattar brekk-
ur, en sumstaðar háa hóla, mátti sjá nálega á hverj-
um bæ, þangað til nú á síðari hluta þessarar aldar,.
að menn fóru að nota þá til túnræktar, helzt i
undirburð í þaksljettur, eða þá i maturtagarða, svo
þeir eru nú víða horfnir.
Jeg héfi þannig fært nokkur rök til þess, að
bæjarhúsin voru á flestum heimilum fleiri en höL
segir, og það um 1830; líka, að þá var á mörgurn.
stöðum búið að byggja reisulega bæi með nýja.
laginu, ekki einungis hjá prestum og hreppstjórum,
því þeir voru opt ekki meiri byggingamenn en aðrir,.
heldur endurbygðu ýmsir bjargálnamenn bæi sína.
um sama leyti, og hleyptu þeim upp úr jörðinni.
En auk þess að höf. telur húsin allt of íá, bæt-
ir hann því ofan á allt saman, að hann lýsir þess-
um húsakofum svo eymdarlega, að þeir voru mjög
óvíða svo aumir, t. a. m. búr og eldhús 3 til 4 áln-
ir á lengd og 3 á breidd. Að búr- og elhúsdyrhaíi
verið heldur lágar sumstaðar, kannast jeg við, þvf
þær voru það einatt. Þá er lýsingin á baðstofunumi
heldtir ekki mjög glæsileg. Þær áttu að hafa verið-
svartar af ljósreyk; gluggarnir eins og mannslófi;.
lekinn fram úr hófi, þegar nokkuð rigndi; veggirnir
gráhvítir af myglu og slaga o. s. frv. Á ljósreykn-
um bar að sönnu töluvert, helzt rjett upp yfir lamp-
anum, en honum var eigi svo hægt að verjast, með,-
a,n brennt var misjöfnu lýsi; þó voru baðstofurnar
engan veginn svartar af honum. Síðan farið var
að brenna steinolíu, hefur þetta að sönnu minnkað,
en þó hefur mjer sýnzt bæði lopt og súð dökkna
til muna rjett upp yfir olíulömpunura á veturna^.
Gluggarnir á kotbæjum og meðalbæjum voru að
sönnu litlir, en það voru þó optast tveggjarúðu,-