Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 205
205
:gluggar, og voru þær rúður kallaðar »oktavistarúð-
ur« í þá daga, það man jeg vel, og má þar af ráða
stærð þeirra. Yfir hjónarúminu var glugginn opt
með »kvartistarúðum« eða þá fjögrarúðugluggi lítið
stærri. Skjágluggar voru að mestu leyti úr gildi,
þegar jeg man fyrst til; þó sá jeg þá á einstöku
stað á búri og fjósi; þeir voru lika stærri en höf.
lýsir, því skjáhringurinn var hjer um bil 5—6 þuml.
að þvermáli. Ekki var honum heldur smeygt í
þekjugatið, því það var haft stærra, svo glugginn
gæti borið birtu; en ofan yfir það var lagður fjalar-
stúfur um 3 kvartil á lengd og 8—9 þumlunga breið-
ur, er var hælaður á ská i þekjuna; var skorið á
liann gat tyrir gluggahringinn. Þessi fjöl var köll-
uð gluggaflyðra, eins og sjest af hinni gömlu gátu,
þó hún sje ekki sem bezt ort:
»Leit jeg snót, hún liggur ber,
lýðir stungu hana á hol,
hennar nafn í hafinu’ er,
hringur settur í miðjan bol«.
Um hinn mikla leka á baðstofum heyrði jeg
varla getið, nema helzt undan gluggum, þegar vind-
ur stóð upp á þá með regni, en slíkt mun eigi ótítt
enn. Hinir gömlu baðstofuveggir, sem jeg sá, voru
flestir harðir og þurrir, en eigi gráir af myglu og
-slaga; ekki ljetu menn heldur rúmfbtin liggja við
þá, eins og höf virðist gefa í skyn; þvi þar sem jeg
sá, voru þó negldar ein eða tvær langfjalir fyrir
•ofan rúmin á aumustu kotbæjum. Þilgólf voru eigi
nema á betri bæjunum, og sumstaðar ekki nema í
hjónaherberginu. Götupallabaðstofur voru hjer hvergi
það jeg man, og óvíða pallstofur; þó sá jeg þær, og
er þeim nokkurn veginn rjett lýst. Ekki var þó
pallbaðstofa á Fannlaugarstöðum, en það getur hafa