Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 206
206
verið lágt undir bitann í'yrir því. Jeg heyrði sög-
una um Sigurð trölla á ungdómsárum mínum, eu
hún var talsvert írábrugðin þessari, enda er hún
auðsjáanlega skáldsaga, sem lesarinn getur naumast.
fylgzt með sumstaðar, eins og t. a. m. frásögninni
um morgunkaffið, sem flestir munu álíta að komið'
hafl nokkuð seint, eptir að búið var að grautsjóða
heilar kaffibaunir. Eins er sagan um baðstofuglugg-
ann í Glaumbæ, sem átti að hafa glætt kirkjurækni
sóknarfólksins, auðsjáanlega skáldskapur.
2. Klœðnaður.
Klæðnaði karlmanna lýsir höf. að mestu leyti
eins og hann var um 1830; eptir þann tíma var
farið að hafa treyjurnar siðari, svo þær voru orðn-
ar viðunanlega síðar um 1850. En af því hann fór
að minnast á mussur og stuttbuxur, hefði verið fróð-
legt, að hann hefði meira lýst hinum gamla klæðn-
aði fyrir og eptir aldamótin. Eptir því sem mjer
var sagt af gömlum mönnum, raunu mussurnar hafa
komið upp um 1780—90, voru þær optast úr svörtu
(sortulituðu) vaðmáli, heldur grófu, ófóðraðar. Þær
voru eins og höf. segir mjög líkar tvihnepptum
jakka að öðru en þvi, að þær voru kragalausar með
dregluðu hálsmáli. Á ermunum var klauf með
þremur hnöppum; en hneppslustrengurinn var með
þremur þríhyrndum laufum og hneppslu í hverju
laufi, sem fór heldur laglega að mjer sýndist, þvi
jeg sá eina eða tvær af þeim; en annars voru þær
úr gildi um 1820. Innan undir mussunni var opt-
ast blár bolur með kvartils tvfhneppingu að ofan,
en heldur minni að neðan; álíka mikil var tvihnepp-
ingin á mussunum, svo þessi klæðnaður hefur verið
skjólgóður á brjóstinu. Bolurinn, sem líka var kall-