Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 208
208
höíð svört yfirhöfn með standkraga, sem náði niður
fyrir hnje, og var kölluð síðhempa; var hún höfð í
ferðalögum, eins og yfirfrakkar eru nú hafðir. Þær
voru fallnar úr gildi fyrir 1820.
Þessi búningur breyttist algjörlega kringum 1810.
Þá komu upp stuttu treyjurnar og stuttu vestin,
hvorttveggja með standkraga, og svo háu langbux-
urnar, sem allra fyrst voru prjónaðar og þröngar;
var sagt að sjera Jón Þorláksson hefði ort um þær
vísuna:
»A buxnm minum er breytið snið
býsna háar framanc o. s. frv.
Þessar buxur sá jeg á tveimur rosknum mönnum,
og voru aðrar þeirra með Ijósbláum teinum upp og
ofan. Bráðum var þó farið að hafa þær úr vað-
máli, sæmilega vlðar. Með þessum háu buxum komu
axlaböndin, sem eigi sáust áður; voru þau optast
spjaldofin, þvf kvennfólk kunni þá mjög vel »að hlaða
spjöldum«. Þessi búningsbreyting varð karlmönn-
unum til mikilla bóta, því með háu buxunum og
axlaböndunum tók að mestu fyrir kviðslit á þeim,
sem áður var mjög almennt; var mjer sagt, að það
mundi hafa verið fullur þriðjungur af karlmönnum
‘bilaður fyrrum, og fjölda marga gamla menn sá jeg
kviðslitna, þegar jegvar ungur. En þó var það að
þessum búningi, að bolfötin voru allt of stutt, en
buxurnar upp á bringspalir, hjelzt sá siður fram
um 1830, þá fór þetta að smálagast, eins og áður er
sagt. Með búningsbreytingunni, eða á árunum 1810
—20, komu vasaklútarnir, sem sagt er að Jósefína,
drottning Napoleons I., hefði komið í tizku á Frakk-
Jandi, og hafa þeir því undrafijótt komizt hing-