Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 209
209
að.1 Heyrði jeg sagt, að hinum eldri mönnum hefði
þótt sú nýbreytni nokkurs konar óþarfi; sjest það
meðal annars af kviðlingi, sem Gísli skáld Konráðs-
son kvað um spjátrunga nokkra í Skagafirði um
1820; er þar í þessi vfsa:
«Fetta búk og brúnasker
búnir mjúku silki2 hver,
þeirra brúkun ofdan er,
á líndúkum snýta sjer*.
Um þetta leyti eða kringum 1820 komu hjer upp
hinar útlendu vagnstjóra-yfirhafnir (kafeiurnar), er
náðu niður á kálfa; voru þær með yfirkraga fram
yfir olnboga, og þar að auki flákraga um hálsinn
og mittisbandi; þóttu þær rjettgóðar í rigningum.
Þær fjellu hjer úr gildi um 1860.
Þegar jeg man fyrst til voru pípuhattarnir helzta
sparihöfuðfat karlmanna, eins og höf. segir. En svo
er að sjá, sem honum hafi eigi geðjast vel að þeim,
fyrst honum þótti »einkennilegt að sjá karlmenn
með strompa þessa eins og litla eldhúsreykháfa«.
En jeg get ekki sjeð, að það væri neitt einkennilegt
að sjá menn með pípuhatta, sem fram að þessum
tíma hafa verið mesta uppáhaldshöfuðfat sjálfra
1) Þó má hjer undanskilja prestana, eptir því sem sira
Hallgrímur Pjetursson segir í Lögbókarvísum:
íPrestarnir brauð og brennivín
blám klútum þurka skeggin sín«,
Einnig segir Sigurður málari í skýrslu Porngripasatnsins,
að á nr. 666 sje sýndur prestur í hempu með stóran snýtu-
klút í hægri hendi; álítur hann, að forngripurinn sje gjörður
um 1700 eða litlu fyrr. Prestarnir hafa þess vegna haft
bláa vasaklúta á 17. öldinni, en hvort það hafi verið snýtu-
klútar, eða þeir hafi tilheyrt embættisbúningi presta, eins og
hvítu klútarnir síðar, er eigi hægt að segja.
2) Silkiklút um hálsinn.
11