Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 211
211
um breytingum síðan um næstliðin aldamót, að jeg
verð lítið eitt að minnast á þær breytingar.
Eins og flestum er kunnugt, var faldbúningur-
inn aðalþjóðbúningur kvenna hjer á landi frá því
það bygðist. Hjer i Skagnfirði var hann líka há-
tíðabúningur margra eldri kvenna fram undir 1840,
og nokkrar heldri konur hjeldu við hann fram yfir
1860, eða þangað til hinn nýi litli faldur, sem Sig-
urður málari kom upp með, var tekinn hjer upp af
hinu yngra kvennfólki. Þannig aflagðist faldbún-
ingurinn hjer aldrei algjörlega, og nú er hjer varla
nokkur stúlka fermd eða gipt nema í faldbúningi.
Fram undir næstliðin aldamót höfðu konur einn-
ig borið fald og hempu hvern dag. Hvernig þessi
hversdagsfaldur hefur verið, spurði jeg aldrei um.
En það sagði mjer gömul kona, sem hafði verið í
fóstri hjá góðri bóndakonu út á Skaga þangað til
1801, að fóstra sin hefði skautað sjer á hverjum
morgni með tveimur tröfum, er hún vafði svo hag-
lega um höfuðið, að úr gat orðið faldur, en liklega
hefur það að eins verið sveigur, en eigi krókfaldur.
Eptir aldamótin fóru konur að skauta sjer með
tveimur dökkleitum klútum; það var kallað klúta-
skaut, en ekki faldur, því hvíti liturinn var hans
aðaleinkenni. Þetta klútaskaut stóð beint aptur og
upp af höfðinu og mjókkaði allt af upp. Jeg sá það
á nokkrum gömlum konum fram yfir 1830, því þær
höfðu aldrei lagt það niður og var það hvers dags
höfuðbúnaður þeirra, en þær gengu heldur eigi til
útivinnu. Vinnukvennfólk hafði haft hnappaskúfs-
húfur, eða þá kollhúfur, sem voru rykktar að ofan
og svo lítil kringla í kollinum; þær sá jeg á nokkr-
um kerlingum, en hnappaskúfshúfurnar ekki.
Samhliða þessum kvennbúningi, sem hjer hefur
14*