Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 212
212
verið lýst að nokkru, var hinn svonefndi danski
búningur orðinn býsna almennur á mörgu miðaldra
og yngra kvennfólki, sem jeg sá þegar jeg man
fyrstjytil. Þeim búningi kom Magnús Stephensen
hjerfcá ;með ritgjörð um skautafalda og kvennhemp-
ur|í fyrra hepti Gamans og Alvöru 1798. Lastar
hann þar faldbúninginn með allri sinni mælsku og
segir jafnframt, að hann viti margt at fyrirfólki fúst
á »að taka upp hatts eða danskrar húfu og frakka
búning, og hversdagslega bláa fallega húfu með
vænum skúfi«. Af þvi sem hann segir að taka upp
bláa húfu með skúfi má ráða, að kvennhúfan hafi
þá, eða rjett fyrir aldamótin, verið að myndast úr
karlmannshúfunni, eins og áður er sagt. Seinast
býður Magnús »heiðurskvennfólki í fyrirmanna röð
að leggja saman, til að taka upp fyrtjeðan búning
frá 1. janúar 1801, en búa sig undir hann þang-
að til«.
Hvort þessi danski búningur hefur komizt á
syðra strax eptir aldamótin, er mjer eigi kunnugt,
en vist hefur það ekki dregizt lengi. En þar á mót
hafa liðið nokkur ár, þangað til hann festi algjör-
lega rætur hjer í norðurlandi, því mjer var sagt að
það hefði eigi verið til muna fyr en 1810. En
aptur sjest af sögunni um hattinn, síðari bók, eptir
Jón prest Þorláksson, sem kom út i seinna hepti
Gamans og Alvöru 1818, að hattbúningurinn hefur
þá verið orðinn nokkuð almennur í Bægisárpresta-
kalli, því seinasta versið í bókinni er þetta:
»Ef heimspekinnar meðferð má
mannhattsbreytingum þekkjast á
eru kvennhattar ímynd sú,
sem eptir hermir flestra trú,
hílæti þeirra bezt eg sje
heggja megin í kirkjunne«.