Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 213
213
Þennan hatts og frakka búning sá jeg á nokkr-
ura miðaldra konum og stúlkura þegar jeg var
drengur. Frakkinn var líkt og kvennkjólar, er síð-
ar komu upp, með pilsið áfast við treyjuna, sem
náði tæplega niður í mitti, krækt á brjóstinu og með
standkraga. En til prýðis voru framan á henni
tvær hnapparaðir, likt og hún væri tvíhneppt; voru
þær nærri hvor annari að neðan, en fjarlægðust
eptir því sem ofar kom og enduðu upp á öxlinni.
Hnapparnir voru optast gylltir og krotaðir, og tveir
samkynja að aptan, eins og á karlmannafrökkum.
Höfuðfatið var pípuhattur, alveg eins og þeir er
karlmenn höfðu. Þessir frakkar aflögðust á tímabil-
inu frá 1820 til 1830; komu þá upp kjólar, með
mittisböndum og silfurpörum á að framan; fylgdi
þeim pípuhatturinn fyrst og það nokkuð fram yfir
1830. Þá komu upp axlapokatreyjurnar; en það
voru þær kallaðar af því, að ermarnar voru felld-
ar nokkuð mikið á öxlunum, sem ráða má af þvf,
að hefðarmey ein, sem sneið hjer mikið af þessum
treyjum, sagði að ermin ætti að vera tvær álnir að
ofan, nefnilega tvær vaðmálsbreiddir, áður en hún
væri saumuð saman, en svo voru ermarnar mikið
sneiddar fram. Um sama leyti komu upp stóru
skygnishattarnir, sem höf. nefnir, en þeir fjellu úr
gildi um 1850. Komu þá aðrir minni og nokkuð
kvennlegri, með litlum kolli, sem stóð aptur af
liöfðinu; þeir liðu undir lok um 1870.
3. Hreinlœti.
Fyrirsögnin er fögur, en þar á mót er lýsingin
á hreinlætinu fyrrum ekki sem fegurst. Fyrst lýsir
höf. óþrifnaðinum í baðstofunum, ljósreyknum og
tiroburgólfsmokstrinum einu sinni á ári. A ljósreyk-