Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 214
214
ínn hefi jeg rainnzt áður. En um gólfþvott var lítið
að segja, fyr en farið var að byggja bæina með
toýja laginu og hleypa þeim upp; og þó voru timb-
urgólf í baðstofum mjög óviða fyr en eptir 1830,
nema þá kannske í hjónaherberginu, og svo í gesta-
stofunni, þar sem hún var til. I hjónaherbergi kom
jeg nokkur á þessu tímabili, og litu þá gólfin mis-
jafnlega út. Stundum voru þau talsvert óhrein, en
stundum sá jeg að þau höfðu verið nýlega þvegin;
en hvort þau hafa verið mokuð áður með skóflu
eða reku, vissi jeg eigi um, en víst hafa þau verið
þvegin optar en einu sinni á ári. Þar á móti voru
gestastofugólfin optast hrein og vel þvegin, og víst
er það, að fyr var íarið að þvo gólf hjá sumum
bændum i Skagafirði en Helga á Æsustöðum fór að
láta gjöra það á hverju laugardagskveldi. Þó kast-
ar fyrst tólfunum, þegar lýsingin á öskunnm og trje-
diskunum eða bollunum kemur. Þeir áttu sumstað-
ar varla að hafa verið þvegnir á stórhátíðunum,
nema einungis á jólunum, og þá úr hangikjötssoði.
Af orðum höf. má líka ráða, að ekki hafi verið hent-
ugt, að gjöra það opt, þegar sumir áttu að hafa
ætlað, »að þeir yrðu svengri, væri askurinn eða
bollinn þveginn« —; trúi nú hver sem vill. Það gæfi
að sönnu hugsazt, að þessi óþrifnaður hefði átt sjer
stað á Reykjaströnd, en aldrei heyiði jeg til þess
tekið, og ekki sá jeg það heldur, þegar jcg fór að
róa til Drangeyjar rjett fyrir 1840, þvi þá kom jeg
þar á nokkra bæi, þegar okkur gaf ekki út til eyj-
arinnar, og voru þó sumir af þeim ekki kallaðir
sjerlega fínir. Mjer er annars óskiljanlegt, að kon-
ur hafi fyrrum vanrækt svona fjarskalega þvott á
öskum og diskum, þar sem þær hlutu að þvo mjólk-
urföturnar, trogin og strokkinn úr sjóðandi vatni á