Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 215
2i5
hverju einastamáli, að minnsta kosti á sumrin; hef-
ir það vatn frá ómunatíð veríð kallað búverkavatn,
eins og margir munu kannast við. Ef þær hefðu
eigi þannig þvegið mjólkurílátin, hefðu þær ekki
getað búið til almennilegt skyr, sem er þó gamall
þjóðmatur á fslandi; því það vita eigi einungis kon-
ur, heldur líka margir karimenn, að sje ein fata eða
trog svo illa þvegið, að mjólkin í því súrni, verður
hún eigi flóuð til skyrgjörðar. Þegar jeg var ung-
ur, borðaði ieg opt skyr hjá gömlu konunum og var
það allt eins gott og núna. Eins var smjörið; það
var mjög líkt því sem nú gjörist almennt, að undan-
teknum uokkrum bæjum, sem nú mun mega telja
að til sjeu í flestum sveitum, er árlega selja vandað
smjör bæði til Reykjavíkur og fleiri kaupstaða. Eigi
er það rjett hermt, að kaupmenn gjöri ekki viðun-
anlegan verðmun á góðu og slæmu smjöri, því þeir
gjöra varla jafnmikinn mun á nokkurri okkar vöru-
tegund, þar sem þeir hafa nú í mörg ár gefið frá
15—20 a. meira fyrir pundið af vönduðu smjöri,
sem er veruleg hvöt til að hafa það vel verkað.
Sú helzta breyting, sem orðið hefir á smjörverk-
un nú á seinni árum, er það, að margar konur eru
farnar að salta smjörið, sem eigi var gjört í mínu
ungdæmi, því þá var mest haldið upp á súrt smjör;
sögðu bæði fjármenn og sjómenn, að sjer væri þetta
súra smjör mikið hollara, þegar þeir væru úti i
kuldaveðrum, en nýtt eða saltað. Þá áttu líka all-
ar góðar búkonur smjörkistu í búri, sem þær hnoð-
uðu smjörið niður i á sumrin og geymdu til vetrar-
ins.
Að hundar hafi fyrrum verið látnir sleikja inn-
an matarilát, er óneitanlegt. En sá siður mundi
varla vera niður lagður enn, ef læknarnir hefðu