Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 216
216
ekki ógnað mönnum með sullaveikinni. Sje þvi nú
alstaðar hætt, sem þó er vafasamt, mun það ekki
síður mega þakka óttanum fyrir sótt og dauða, en
eintómu hreinlæti.
Höf. segir, að nærföt og rúmföt hafi eigi verið
þvegin nærri eins opt og nú tíðkast, og hvergi nærri
eins vel. Það fyrra er rjett hermt, því i mínu ung-
dæmi var alvenja, að þvo ekki nærföt nema á hálfs- ,
mánaðarfresti. Býst jeg við, að þeir, sem nú hafa
nærfataskipti á hverri helgi, sjeu hræddir um, að
nærfötin fyrrum hafi verið orðið býsna óhrein og
sjálfsagt lúsug. En hvorttveggja var minna en þeir
menn hugsa; kom það mest af þvi, að þá sváfu all-
ir berir. En nú, siðan allir fóru að sofa i nærfötum,
mun óhætt að fullyrða, að margir sjeu lúsugri en
fólk var almennt fyrrum, og erslikt sorglegt skeyt-
ingarleysi ájþessum hreinlætistímum, þar eð öllum
ætti nú^að vera orðið kunnugt, að ekki þarf annað
en sjóða fötin nokkrar minútur i vatni, ef þessi ófagn-
aður kæmi fyrir. Dr. Jónassen hefir kveðið upp úr
með þetta, þar sem hann segir, að sig hafi stundum
hryllt við lúsamergðinni á suðurlandi (Lækningabók
hans bls. 159). Að föt hafi verið ver þvegin fyrr-
um en nú, mætti að sönnu líklegt þykja, þar eð þá
var þvag almennt haft til fyrirþvottar, eins og lýsis-
sápan er nú höfð. En jeg sá þó allt eins hvít nær-
föt í þá daga eins og núna, einkum þar sem góðir
lækir voru til eptirþvottar. Að þetta sje satt, getur
hver sjeð árlega á ullinni okkar, sem verður mjall-
hvít með sama þvotti, sje hann trúlega af hendi
leystur. Það sem höf. segir um karlmennina fyrr-
um, að þeir hafi þvegið sjer miklu sjaldnar en nú
gjörist almennt, ætla jeg satt vera; þó virðist hann
hafa gjört heldur mikið úr sóðaskap þeirra, þar sem