Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 217
217
hann segir, að þeir hafl borðað raat sinn með sömu
svörtu og óhreinu höndunum viku eptir viku. Sum-
ir hafi jaínvel komið óþvegnir og ógreiddir til kirkju
o. s. frv. Þó karlmenn þvæðu sjer ekki á hverjum
degi þegar þeir vora við hreinleg verk, þá sá jeg
þá þó gjöra það á hverju kvöldi, þegar þeir höfðu
verið við hin lakari verkin, svo sem torfverk og margt
fleira. Ekki man jeg heldur eptir, að jeg sæi nokk-
urn tíma óþveginn eða ógreiddan mann við kirkja,
og hefði það þó ekki verið leynandi löstur, ef þeir
hefðu eigi greitt sjer meðan þeir höfðu sítt hár, en
það höfðu þeir hjer fram undir 1840. Þar á móti
þvoði og greiddi kvennfók sjer á hverjum morgni
þegar jeg man fyrst til, og tók það sjaldan langan
tíma, þvi þá voru þær eigi farnar að fljetta hárið.
Höf. heldur, að nú mundi þykja ófögnuður að heyra
nefnt, að bæði konur og karlar hefðu þvegið sjer
um hendurnar úr þvagi á fyrri árum, eins og óneit-
anlega var gjört. En þó þetta hefði stundum hent
sjálfa kvennþjóðina, þá voru það einmitt þeirra hend-
ur, sem þvoðu fötin úr hinu sama og í hvorttveggja
tilfellinu vatni á eptir. Þannig var handaþvotturinn
i engu viðbjóðslegri en fataþvotturinn. Söguna um
pokaprestinn hef jeg aldrei heyrt, og get því ekkert
um hana sagt; það virðist líka mega nægja, að em-
bættisbróðir hans kom henni svona laglega á prent.
Frá því jeg man fyrst til, sá jeg aldrei börn
vera látin ganga borfætt á sumrin, og eigi heldur,
að þau væri þá snoðklipptari en á öðrum tímum árs-
ins; en eigi að síður gjörðu konur það opt, og átti
það að vera til þess, að hárið þjettist eða þykknaði
heldur.
Þegar jeg var ungur, var höfuðþvottur langt um
meira tíðkaður en nú, einkum af kvennfólki. Man