Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 218
218
jeg það, að ungar stúlkur, sem dálítið vildu halda
sjer til, þvoðu sjer um höfuðið á laugardagskvöldin,
sjálfsagt ef þær ætluðu til kirkju að morgni. Hrein-
látar voru þær í fleiru, svo eigi gat jeg álitið, að
þær gjörðu þetta einungis til að þóknast áhorfend-
um.
Jeg er höf. fullkomlega samþykkur með, að það
sje gleðilegt, að sjá hvað þrifnaði fer fram; þó það
hafi til þessa gengið hægt og hægt, og sumstaðar
sje enn mjög ábótavant, þá stefnir það allt af í átt-
ina. En að framfarirnar sjáist ljóslega af hinum
miklu 3ápukaupum álít jeg rokkuð vafasamt. Fyrr-
um var þvottasápan spöruð sem mest mátti, en nú
er henni ef til vill sumstaðar eytt sem mest verður,
ekki einungis við fataþvottinn, heldur lika til húsa-
þvottar, svo sem á gestastofuna og hjónaherbergið,
sjálfsagt á hurðir og glugga, og jafnvel á gólfln líka.
Ekki kemur mjer samt til hugar að lasta hin auknu
sápukaup, því jeg veit, að nú er orðið margfalt meira
af ljereptsfötum en fyrrum. En á hinn bóginn álít
jeg i jereptsfötin alls eigi öruggt þrifnaðar- og því síð-
ur framfaramerki. Líkt er með handsápuna; það
er nú álitið öldungis nauðsynlegt að eyða mjög miklu
af henni, til þess hendurnar megi til að verða hrein-
ar. En hvað gjörum við á langferðum, þegar við
fáum óhreinar hendur? förum við ekki að fyrsta
læknum sem við finnum og þvoum hendur okkar
sápulaust? og þær verða þó sæmilega hreinar.
Höf. álítur, að þrifnaðarframfarirnar sjeu mikið
að þakka Reykjavikurskólunum, þvi »þar læri hinir
tilvonandi leiðtogar þjóðarinnar, að meta mikils og
virða ágæti hreinlætisins«. Hjer meinar hann sjálf-
sagt prestana. En það hafa eigi verið til þessa nema
fáeinir af þeim, sem hafa fremur getað orðið til fyr-