Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 219
219
irmyndar í því tilliti en betri bændurnir, sem til
eru optast í hverri sveit. — Reykjavíkurhreinlætið
og fegurðin á öllu innanhúss getur eigi komizt að,
nema húsakynnin sjeu góð og nokkur efni. En
margir prestar byrja prestskapinn bláfátækir, og þá
■eru staðirnir misjafnlega hýstir, þegar þeir koma til
þeirra. Þannig eiga þeir mjög örðugt með að koma
öllu hjá sjer í það horf, sem þeir hafa þó máske
vilja og þekkingu til. Þar að auk geta þeir ekki
lært í Reykjavík þrifnað og reglusemi utanhúss, sem
er þó nauðsynlegt skilyrði fyrir því, að búskapurinn
geti orðið fagur og öðrum til fyrirmyndar.
Hvenær þessar framfarir til þrifnaðar hafi byrj-
að hjá þjóðinni, er eigi svo hægt að ákveða, en þó
mun láta næst, að það hafi verið um 1830, og það
í mjög smáum stíl fyrst, eins og opt hefir átt
sjer stað hjer á landi, því við erum sjaldan
vanir að stiga risafet. Hefir þá undirbúningstíminn
verið 36 ár, þvi með tilskipun frá 5. sept. 1794 er
hinum konunglegu embættismönnum, einkum prest-
unum, boðið iðulega og við sjerhvert tækifæri að
upplýsa almúgann um hinar skaðlegu afleiðingar
óþrifnaðarins. Svo kom hreppstjórnarinstrúxið 1809,
sem bætti hreppstjórunum við embættismannafiokk-
inn. En hvað mikið allir þessir embættismenn hafi
afrekað í því tilliti, er eigi hægt að segja, en sjálf-
sagt hefir það verið nokkuð, sem hefir smátt og
smátt grafið um sig. Að minnsta kosti lá eigi Magn-
ós Stephensen á liði sínu í því, heldur en öðru, er
til framfara hortði, þar sem hann segir:
»Það er margreynt, að óþrifinn blessast aldrei, þar
sem lítil efni við sparsemd og þrifnað fara dagvax-
andi, eða ná tvöfalt á leið til heimilis nauðþurfta.
Æóða- og óþrifaháttur er auk þessa haldinn vottur