Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 220
220
upp á jafnóhreina sál, og ferðasögurnar kenna oss^
að þvi villisiðaðra og miður upplýst hvört fólk er,
því sóðalegra er það í lífernisháttum. Einungis
hungrið lætur öðrum en óþrifum smakkast óhrein-
legan mat, framreiddan af skörnugri húsmóður, í
grómteknum óhreinum ílátum; en hvar hún sjálf,
allt húsið, borðið, matarfötin er hreint og þrifalegt,.
þar verður ijettmeti jafnvel lostætt og þrifagott hrein-
látum mönnum og siðprúðum.
Biðillinn snýr sneiptur heimleiðis aptur, og gjör-
ir ekki erindi sitt uppskátt, sjái hann að stúlkan,.
sem hann hugði að fá sjer til konu, sje skörnug á
hörund eða i fatnaði, labbi á töpluðum, rifnum skóm,
með skitna og götótta sokka, hversu dáfögur afc
skapnaði eða eiguleg hún annars þætti, hafi hanit
ekki henni jafnsóðalega sálu sjálfur að geyma, og
hugsar annars með sjer: svo viðbjóðsleg kind, sem
feygir eigin flíkur og kropp sinn, feygir víst og
skemmir allar eigur mínar, verður sem eldur í þeim,
og báðum okkur til minkunar, komi hún og þær-
fyrir siðsamra og heiðvirðra þrifamanna augu, og
allir þeir íá andstygð á mínu húsi; hvörsu má hún
þrífa og uppfóstra börn vei, hafa góða umsjón með-
húss og peningsrækt, og verka notalega mat, er ekki
fær sjálfa sig skammlaust þriflð?« (Handbók fyrir
hvern mann bls. 26—27).
Hafi margir embættismenn prjedikað þessu líkt,.
var eðlilegt, að þjóðin færi eitthvað að hugsa una
þetta mál, sjer f lagi kvennfólkið, sem lika reið mest
á, þar eð allur þrifnaður og reglusemi innanhúss er
að mestu í þess höndum.