Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 221
221
4. Matarhœfi.
Því lýsir höf. eins og hann hefir þekkt til þar
-sem vel var veitt, og bæði var stundaður landbún-
aður og sjóarafli. En næstum gengur yfir mig, að
hann skuli telja daglegt morgunkaffi fyrir 1850, því
*til þess vissi jeg ekki fyr en um 1860. Nokkru
ffyr voru samt góðir bændur, sem vel veittu, farnir
•að gefa það á sunnudögum og öðrum helgum. Hjá
góðum sveitabændum, sem höfðu bæði kúabú og
saltkjöt nægilegt, var matarhæfið nokkuð öðruvísi,
•einkum á veturna. Þar var morgunmaturinn mjöl-
mjólk með söxuðum róum eða næpum, sem þá var
'venjulega kölluð næpnamjólk; miðdegismaturinn var
-þunnur bankabyggsgrautur með saltkjöti, en kvöld-
maturinn skyrhræringur og mjólk. Þannig var mat-
arhæfi á mörgum góðum bæjum, þegarjeg man fyrst
•til. Að morgunverðurinn var næpnamjólk, kom af
þvi, að þá var hjer svo mikil garðrækt í Skagafirði,
að svo mátti heita, að kálgarður væri á hverjum
bæ. Höfðu garðyrkjuritlingar þeir, er út voru gefn-
ir snemma á öldinni, komið þessu garðyrkjuuppþoti
til leiðar, einkum sá, er Stefán amtmaður Thoraren-
sen gaf út í Kaupmannahöfn 1816. Mestur garð-
yrkjumaður hjer var Pjetur prófastur á Víðivöllum,
^nda hafði hann opt fengið mikla uppskeru. Brátt
ffór samt að bera á því, bæði hjá honum og öðrum,
sem mikið stunduðu garðrækt, að vinnufólki þótti
garðamaturinn ólystugur, einkum gulrófukálið, sem
haft var bæði í súpur og grauta. Sagði Jón Berg-
steð, sem höf. nefnir, i'rá því svo jeg heyrði, eptir
að hann kom hingað í sýsluna, að fyrst framan af
hefði á góðum garðyrkjubæjum verið gjörðir vatns-
grautar til skyrhrærings úr l/a af káli, '/3 af fjalla-
grösum og */3 af rúgmjöli, og hefði slikt eigi verið