Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 223
223
lítinn kost, heyrði jeg hvergi getið ura, að nokkur
maður hjer hefði lagt sjer til munns neitt óvanalegt;
því þó sjórinn væri alveg lokaður af ís til júníloka
og kornvara engin til í kaupstöðum, höfðu flestir
dálítið af mjólk til að fratn draga lífið á.
Með tyllidögum heyrði jeg aldrei talda þriðju í
hátíðum, eða að þá væri neitt frábrugðið haft til matar.
En þar á mót vissi jeg tíl, að þrettándinn var af'
sumum talinn tyllidagur, og var það góðgætis-át
kallað að rota jólin.
Tilbúningi á hinum alþekkta grasagraut lýsir
höf. heldur illa, þar sem hann segir, að grösin hafi
ekki verið látin i pottinn fyr en búið var að kasta
mjölinu út á. Hafi nokkur eldakona haft þennan
sið, furðar mig ekki, að fólk kunni að hafa þurft,
að skirpa út úr sjer mosa, þvi þó grösin væri bæði
vinsuð og þvegin sem bezt að hægt var, áður en
þau voru skorin, leyndust ætíð mosatægjur og sinu-
strá eptir. Það var þess vegna allra siður, þar sem
jeg vissi til, að láta grösin fvrst í pottinn og hræra
þau þar f sundur; sukku þau þátiibotns, en mosinn
flaut ofan á vatninu, og var bæði hann og annað
rusl vandlega veitt ofan af, áður en mjölinu var
kastað út á. Þannig varð grauturinn sæmilega
hreinn og þótti fullgóður matur, og enn þá kjósa
margir hann heidur en vatnsgraut úr eintómu rúg-
mjöli. Eptir að jeg man til, ljetu flestar konur ögn
af heilu bankabyggi út í grasagrautinn, og mun sá
siður haldast enn, því allt af láta þó margir fara
til grasa.
Flautir voru gengnar úr gildi, þegar jeg man
fyrst til. En fram undir 1820 munu þær þó hafa
verið gjörðar á einstöku kotbæjum; heyrði jeg opt
talað um þær og hvernig þær voru tilbúnar. Ekki