Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 224
224
var nýmjólkin óbreytt höfð í þær, eins og höf. ségir,
heldur var látið í hana ögn af hleypi á kvöldin,
þegar átti að hræra flautir að morgni; síðan var
kollan látin í megnan kulda yfir nóttina; þá áttu
flautirnar að vaxa meira, þegar farið var að hræra
þetta hlaup með þyrlinum, sem var snúið eins og
skopparakringlu millum lófa sjer. Hve nær þessi
matartilbúningur hafi fyrst komið upp, hefur enginn
getað sagt mjer, og ekki heldur hvar hin nafnkunna
Flauta-Briget eða Brígitta hafi búið, og er það þó
nokkuð undarlegt, að enginn skuli vita neitt um
slíka hugvitskonu.
Höf. segir, að mena hafi verið farnir að hafa
kaffi handa gestum um 1850, sem var þó nokkru
fyr gjört. Þar sakna jeg þess, að hann skuli eigi
geta um neinar góðgjörðir við gesti fyrrum, því þær
voru þó nokkrar. Lýsir Sigurður Breiðfjörð þeim í
hinu alkunna kvæði um gestrisni hjer á landi, þar
sem hann segir:
íHvar þú kemur á hlað
húsbóndinn spyr að:
»ertu þyrstur ? eða viltu borða ?
vertu velkominn* ;
vísar hann þjer inn
og búsins írarn þann bezta setur forða«.
Mjög líkt þessu var almennt farið með gesti,
þegar jeg var ungur. Ef gesturinn vildi mjög lítið
standa við, spurði bóndinn eða konan, hvort eigi
matti bjóða honum mjólk að drekka. Ef hann þáði
það, var honum undir eins borin tinkanna með loki
og handarhaldi, sem höf. nefnir; tók hún optast
rúma mörk. Á vetrum var þessi kanna fylit á
morgnana með nýmjólk og borin í baðstofu, svo
mjólkin væri eigi köld, ef einhver kæmi um daginn.
Hf gesturinn þurfti að tefja, eða var boðið inn, kom