Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 225
225
konan með mat, optast einhvern þann bezta, er hún
hafði til, eins og Breiðfjörð segir, og allt að einu
þó eigi væri um matmálstíma. Eigi var diskafjöldi
hafður, heldur var allur maturinn optast borinn á
einum diski; að eins smjörið var haft á smádiski
hjá flestum. Hnifapör og skerdiskar voru þá eigi
nema á betri bæjum, og voru þau ekki tekin upp
nema þegar heldri menn komu. Sömu góðgjörðir
og hjer hefur verið lýst, fjekk næturgesturinn, og
svo mjólk eða skyr og mjólk á eptir; voru þessar
mjólkur- og matarveitingar af öllum þegnar eins vel
og kafflð núna, af því þetta var þá almennur siður
til sveita; en hvernig það var haft við sjóarsíðuna,
vissi jeg ekki utn.
ð. Búnaðarhœttir og vinnuhrögð.
Búnaðarbættirnir segir höf. að hafl verið eins
og um langan aldur, nefnilega að hirða það af jörð-
inni, sem hún framleiðir sjálfkrafa og fyrirhafnar-
laust. Þetta er eigi rjett, því 1830 var byrjað að
sljetta tún hjer í Skagafirði. Jeg man það svo
glöggt, því það var hjá föður mínum, sem mun hafa
verið sá fyrsti, enda var hann búinn að sljetta
mikið fyrir 1850. En bráðum breiddist þetta út, þó
það færi hægt fyrst. Veit jeg, að höf. hefur þekkt
Þorberg á Dúki, Magnús á Páfastöðum og Gunnar
,á Skíðastöðum. Tveir hinir fyrstnefndu algirtu tún
sín og sljettuðu lika talsvert, en hinn síðastnefndi
girti sitt tún að nokkru, stækkaði það um þriðjung
og sljettaði mikið. Þessir allir voru þó klaustur-
landsetar, en eigi sjálfseignarbændur. Um 1850 eða
lítið fyr fóru líka sumir hjer að fá sjer plóga og
herfi, en af þeim varð minna gagn en ætlað var í
fyrstu.
15