Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 226
226
Vinnubrögðum úti við lýsir höf. nokkuð rjett.
Það sem hann segir um fjármennskuna og illa með-
ferð á skepnum fyrrum, á sjálfsagt helzt við fyrsta
hluta aldarinnar, og sjer i lagi á suðurlandi, þvi
hjer á norðurlandi höfðu menn þó hús í nokkurn
veginn lagi, bæði fvrir hross og sauðfje. En vegna
þess, að hjer á landi hefur jafnan verið rajög áböta-
vant með skepnuhirðingu, og er sumstaðar enn, þá
var ekkert á móti að hann málaði hordauðann með
nokkuð sterkum litum, eins og hann lfka gjörir.
Böðun á fje var hjer öldungis óþekkt þangað*til
fjárkláðinn kom, svo það var eigi að búast við, að
hún væri. viðhöfð fyrir miðja öldina. Þar á mót
var lúsasalvi orðið hjer alþekkt löngu fyr, og hef-
ur það til þessa reynzt áreiðanlegastur íburður í
haustlömb, þegar þau eru komin á gjöf á haustin.
Þegar jeg var ungur, var af sumum notuð vel mulin
og sigtuð aska til ofaníburðar; var hún af þeim
álitin áreiðanlegt lúsameðal, og eigi sögðu þeir að
hún skemmdi neitt ullarvöxtinn, eða eyddi sauðfit-
unni; ekki sá jeg heldur að svo væri, þvf jeg skoð-
aði hjá þeim lömb. En mjög var seinlegt, að bera
hana f, þar eð hverjum lagði þurfti að fletta sundur
um alla kindina.
Það sem höf. segir um tóvinnuna og kappið,
sem á hana var lagt, einkum fyrir jólin, er eigi of-
sögum sagt. Hann segir, að það hafi þótt vel gjört
af tveimur, að prjóna peysubolinn á dag. En
vissi jeg af stúlku, sem kom honum af einsömul.
Jeg vissi líka bæði af karlmönnum og konum, sem
prjónuðu parið af hæðarsokkum á dag, en heldur
prjónaði þetta fólk í lausara lagi; dagsverkið var
mikið fyrir því.
Tvær aðrar vörutegundir voru lfka tættar i