Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 227
227
kaupstað, þegar jeg var ungur; var það hespugarn
og pakkaeinskepta. Hespugarnið var einfaldur þráð-
ur, fjórar og fimm hespur i pundi; var hið sama
kapp haft við spunann og prjónaskapinn. Man jeg
eptir tveimur stúlkum, sem voru hjá foreldrum mín-
um, þegar jeg var drengur. Þær skiluðu hvor fyrir
sig hespupundinu á hverju einasta kvöldi, nefnilega
4 annað kveldið, en 5 hitt. Með þetta hespugarn og
prjónles fóru flestir í kaupstaðinn fyrir jólin, því þá
þótti ekki einungis kaupmönnum, heldur lika bænd-
um sjálfum, ófært að vera í nokkurri skuld við ný-
árið. En bæri það við, að einhver væri í svo sem
10 dala skuld við áramótin, þótti hann næstum ó-
tækur viðskiptamaður, einkum ef hann var fátækur.
Hann þurfti heldur ekki að búast við að fá hjálp,
þó hann þyrfti við siðar á vetrinum, sem hinir
skuldlausu fengu jafnan, þó það væri opt af skorn-
um skammti, þvi kaupmenn voru í þá daga gætnari
með útlán en nú á timum; er nú farið að sjást, í
hvert sinn og harðnarí ári, hvor aðferðin er hollari
fyrir landsmenn.
Eins og nærri má geta, hjálpaði hin mikla tó-
vinna eigi svo litið til þess, að menn gætu verzlað
skuldlaust, þar eð öll haustullin var tætt, vg óx við
það f verði um fullan þriðjung og stundum meira.
En allt það lakasta úr ullinni, bæði fætlingar og
togrusl, var tætt í pakkaeinskeptuna, sem var hjá
flestum mjög óvönduð og laust ofin, enda ófu góðir
vefarar af henni 20—30álnirádag; hún var venju-
lega ofin á einmánuði, eða seinast af allri vetrar-
tóvinnu. Þessi einskepta var talin ábatamesti tó-
skapur, meðan hún var verzlunarvara. Var sagt,
að hún hefði fallið fyrir þá sök, að hún var óvand-
lega gjörð, svo hún rifnaði stundum utan af ullinni,
15*