Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 228
228
þegar verið var að flytja hana á skip; hún fjell
rjett fyrir 1830, og hespugarnið nokkrum árum
síðar.
í þessum kafla hefði eigi átt illa við, að minn-
ast eitthvað á vefnað, sem var á mörgum bæjum
orðin aðal-innivinna sumra karlmanna frá því litlu
eptir aldamótin. Fyrrum var vefnaðurinn einungis
kvennfólks vinna, eins og kunnugt er. En eitthvað
um 1790 heyrði jeg sagt, að hinn fyrsti danski vef-
stóll hefði komið hingað að Víðivöllum, og þykir
mjer líklegt, að svo hafi verið, því 1795 var hjer í
Ási smíðaður annar, líklega eptir hinum; hann var
tvíbreiður og var hjer ofið í honum fram yfir 1860.
Brátt höfðu þessir vefstólar fjölgað, þó gamla fólkið
segði, að vefnaðurinn væri eigi eins góður og úr
gamla vefstólnum. Þegar jeg man fyrst til, voru •
þeir komnir hjer um alla sýsluna og margir orðnir
góðir vefarar. Sumstaðar ófu konur lika í þessum
vefstólum, en helzt voru það glit-áklæði á söðla, er
fáar stúlkur máttu þá án vera. Síðan um 1880
hefur vefnaði farið hjer nokkuð fram, svo hann er
nú orðin talsvert breytilegri en áður, þar sem nú
er farið að vefa með 8—12—16 sköptum.
Það er vafalaust, að mörg vinnutól eru nú orðin
miklu betri en þau voru fyrir miðja öldina, og er
því líklegt, að vinnan sje farin að ganga fljótar en
áður, og víst mun óhætt að fullyrða, að meira sje
slegið með skozku ljáunum en þeim íslenzku fyrrum.
En þar á mót hafa hrífurnar ekkert verið bættar,
svo víða stendur á eptirvinnunni, sem líka getur
verið af fleiri orsökum; er það talsverður skaði fyrir
heyskapinn.