Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 229
229
6. Verzlun.
Um þennan kafla hef jeg lítið að segja. Þó vil
jeg geta þess, að frá því rjett eptir 1820 voru Skag-
firðingar eigi alveg bundnir við hina gömlu einok-
unarverzlun í Hofsós, eins og höf. virðist gefa í skyn,
þvi þá fóru lausakaupmenn að koma hingað, þó það
væri ekki á hverju ári fyrst. Um sama leyti varð
Gísli Símonsson reiðari á Skagaströnd, sem opt gaf
betri prísa en Hofsósmenn, svo margir fóru þangað,
einkum að vestanverðu úr sýslunni. Þá var strax
farin nokkuð að minnka hin forna undirgefni við
einokunarkaupmennina, svo menn kærðu sig hvergi,
þó þeir grettu sig dálítið, þegar næst var komið til
þeirra, af því þá var eigi skuldabandið á bændum.
Skömmu eptir 1830 var hjer byggður Grafarós, svo
einokunin fór að smá-hallast, með því líka að þá
fóru lausakaupmenn að verzla hjer árlega. Fjár-
taka var hjer heldur lítil, fram undir 1850, eins og
höf. segir, en frá því 1814, eða máske fyr, mun
hún þó optast hafa verið nokkur, því frá þeim tima
hef jeg sjeð viðskiptabækur frá Hofsós, og var þar
talið innlagt sláturfje. Að verzlaninni hafi í mörg-
um greinum farið fram síðan um miðja öldina, er
óneitanlegt; bæði hefur kauptúnum fjölgað, svo nú
er víða orðið mjög hægt að sækja til verzlunar, og
líka hefur þjóðin smátt og smátt verið að stofna
fjelög til framfara í því tilliti. En þar á mót hefur
innanlands-verzlun eyðilagzt að mestu, og kaupstaða-
skuldir aukizt fram úr öllu hófi, sem hvorttveggja
raá telja til apturfara.
7. Menntun.
I þessum kafla þykir mjer höf. telja heldur fátt