Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 230
230
af bókum, sem menn hafi fyrir miðja öldina lesið
sjer tii fróðleiks og skemmtunar, þar sem hann tel-
ur eigi nema Noregskonungasögur, nokkrar Islend-
ingasögur og Ármann á alþingi, fyrir utan rímurnar.
En þær voru talsvert fleiri, sem lesnar voru á ung-
dómsárum mfnum, svo sem Lærdómslistafjelagsritin,
Atli, Minnisverð Tíðindi, Gaman og Alvara, Vinagleði,
Horsters ágrip, Klausturpósturinn, Sunnanpósturinn,
Sturlungasaga, Árbækur Espólíns og Landafræði
Oddsens. Svo kom Fjölnir og Nýju Fjelagsritin, en
bæði þau og gömlu Fjelagsritin lásu að eins vissir
menn. Síðan kom út Ágrip mannkynssögunnar eptir
Pál Melsted 1844, sem flestir voru þá mjög þyrstir
í, eins og von var til, þar eð engin mynd af ver-
aldarsögu var hjer til áður. Þeir, sem eigi áttu
bækurnar sjálfir, fengu þær þá að láni á veturna.
Meiri hlutinn af þessum bókum var iesinn upphátt,
öllum til gagns á heimilinu, optast af bezta lesaran-
um, sem til var, eins og höf. segir. En nú síðan
bókagjörð óx og blöðin komu þar á ofan, þá finnur
hinn góði lesari sjer eigi lengur fært, að þylja það
allt upphátt, og les það þess vegna einungis fyrir
sjálfan sig. Líkt gengur með sögurnar, að þær eru
nú orðið sjaldan lesnar upphátt og rímnakveðskapur
að mestu lagztur niður. Höf. segir, að Þjóðólfi hafi
verið tekið tveim höndum, þegar liann kom með
æskuna og fjörið. En eigi þótti ábyrgðarmanninum
það vera gjört alstaðar, því einu sinni beiddi hann
að heilsa ræflinum í Kjósinni, af því þar var eigi
keyptur nema einn Þjóðólfur, er var látinn ganga
bæja á milli (Þjóðólfur 2. ár bls. 192). Þar á mót
eru blaðakaup nú orðin töluverð um allt land, sem
vonandi er að hafi menntandi áhrif á þjóðina, því
opt eru í þeim góðar greinar innan um, og að minnsta