Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 231
231
kosti fá menn í þeim frjettir, bæði frá útlöndum og
úr fjærliggjandi sveitum, sem er þó nokkur fróð-
leikur. Ekki eru þau nú orðið lesin upphátt nema
á einstöku heimiium, því sá siður er víðast lagður
niður, eins og áður er sagt; les þá hver það, sem
honum geðjast bezt að, en hleypur fram hjá hinu.
Það er rjett hermt, að menn kunnu fyrrum
fjarska mikið bæði af sögum, kvæðum og rimura.
Yar það hin mesta furða, hvað gamla fólkið hafði
gott lag á að segja sögurnar vel. Hafa sumar af
hinum prentuðu þjóðsögum tapað sjer til muna frá
því sem þær voru bezt sagðar; þar að auk eru
margar sögur öldungis glataðar.
8. Hjdtrú.
Ur hjátrúnni fyrrum gjörir höf. fjarska mikið,
þar sem hann segir, að almennt hafi verið trúað »að
svo að segja hver hóll og hver stór steinn væri
huldufólksbýlú. Að menn hafi þótzt »bæði sjá huldu-
fólkið sjálft og pening þess, einnig heyra strokk-
hljóðið hjá því, og verða varir þess, að verið var að
skafa pottinn, og að húsraóðirin var að hringla í
lyldakippunni sinni*. Ekki kannast jeg við að menn
hjer i Hegranesi hefðu þessa trú, frá því jeg man
fyrst til, og verð því að neita þessari sögu sem
öldungis tilhæfulausri, og hjer átti þó að vera lang-
mest af huldufólki. Hjátrúarkerlingarnar, sem hann
minntist á, Arnbjörgu fótalöngu og Margrjetu i Reyn,
þekkti jeg báðar, því þær lifðu þangað til jeg var
orðinn fullorðinn. Jeg heyrði að sönnu eitthvað af
huldufólkssögum eptir þeim; en svo mikið heyrðijeg
líka hlegið að þeim sögum, að það var fjarstætt, að
þeim væri trúað af nokkrum. Þar að auk var mjer
eigi grunlaust, að gamansamir piltar, sem hjer voru