Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 232
232
um þær mundir, hefðu eitthvað lagað stílinn á sum-
um þeirra. Gamla Pjetur Eyjólfsson þekkti jeg
líka talsvert, því hann var hjer kaupamaður á efri
árum sinum, en aldrei sagði hann mjer samt álfa-
sögur. Hann var að sönnu skrumari, en hann var
allvel greindur, karlinn, svo honum var innanhandar
að búa til sögu handa börnum, af sjer og álfkon-
unni, sem átti að hafa reynt að ná honum til sin.
En hann þurfti eiginlega ekki að búa til þessa sögu,
nema einungis að laga hana dálítið, því jeg heyrði
einar 3 sögur, næstum allt að einu, þegar jeg var
drengur; voru þær ailar frá 18. öld. Nokkuð svip-
uð er líka sagan um Bjarna amtmann Thorarensen,
þegar hann var barn á Hlíðarenda. Við allar þess-
ar sögur var það einkennilegt, að drengirnir, sem
álfkonurnar reyndu að ná i, voru að einherju leyti
þeir efnilegustu, sem til voru i þeirri sveit; þess
vegna hefur gamla Pjetri lika þótt talsverð upphefð,
að vera einn í þeirra tölu.
Höf. segir, að draugatrú hafi verið allmikil i
uppvexti sinum. Eigi veit jeg, hvað trúin hefur ver-
ið mikil, en nokkur var hún hjá sumum að minnsta
kosti. Ymsar sögur af Þorgeirsbola og Árbæjar-
skottu heyrði jeg líka, þegar jeg var ungur, og þær
heyrast jafnvel enn. Írafells-Móri átti einnig að
hafa gjört vart við sig fram í dölum nokkur ár, en
svo var sagt, að hann hefði flutt sig hjeðan fyrir
miðja öldina. 1823 hafði hjer komið upp í Hjalta-
dalnum svo nefnd Hringversskotta; getur Gísli Kon-
ráðsson um hana í ljóðabrjefi til Sigurðar Breiðfjörðs
s. á., og lýsir búningi hennar á þessa leið:
»Er sú væflan útlits grá
í mórauðu fati
púkans svæfla prjónagná
peysuræfli svörtum á.