Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 233
Ungleg nokkuö þykir, því
þumal tottar lingur;
rækalls brokkar ritjan ný
rauðum sokkagörmum í<.
Um hana heyrði jeg ekkert getið, eptir að jeg
man til, svo hún hefur líklega lognazt fljótt út af.
Eiríkur sá, er höf. nefnir að verið hafi á Skag-
anum, var alls eigi talinn svo mikill meinleysingi;
hann átti að hafa verið ættarfylgja, svo meingjörð-
ir hans komu að eins fram við þá, sem voru af
þeirri ætt, en lítið við aðra, eptir því sem jeg heyrði
sagt.
Það hefði, ef til vill, eigi átt illa við, að höf.
hefði talið Miklabæjar Solveigu með skagfirzku
draugunum. Um hana heyrði jeg einna mest talað
þegar jeg var drengur. Saga hennar er í Þjóðsög-
unum I. bls. 295.—98. og er hún að miklu leyti eins
og jeg heyrði hana sagða; en þó eru i henni nokkr-
ar missagnir. Þar er sagt, að hestur síra Odds
hafi staðið á hlaðinu, þegar komið var út ura kvöld-
ið, og keyrið og vetlingarnir verið undir sessunni í
hnakknum. En jeg heyrði sagt, að enginn hefði
þorað að koma út um kvöldið, því fólkið liefði þótzt
heyra eitthvert ókennilegt hljóð á glugganura og
orðið hrætt, og hefði þó Gísli, sonur prestsins, sem
þá var 9 eða 10 vetra, sagt, að faðir sinn inundi
vera kominn, og viljað fá einhvern til að koma út
með sjer, en fjekk engan. Morguninn eptir lá svip-
an og vetlingarnir á bæiarkampinum, en hesturinn
með reiðtygjúnum var skammt fyrir neðan túnið.
Eins segir Espólín, að hesturinn hafi verið í mýri
fyrir neðan völlinn um morguninn, Arb. XI. bls. 52.,
og hygg jeg það sje sannara, þvi hann kom hingað
til sýslunnar 1803, og hefur þess vegna að öllum
likindum haft sína sögu eptir gagnkunnugum mönn-