Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Page 234
234
ura. Hann segir líka, að presti hafi verið boðin
fylgd á Víðivöllum ura kvöldið, en hann hafi ekki
þegið hana, þar sem í Þjóðsögunum er sagt, að hon-
um hafi verið fylgt heim að túniuu. I Þjóðsögunum
er sagt, að Þorsteinn vinnumaður hafi tekið ýms
föt af prestinum og látið undir höfuð sjer, til þess
að vita, hvort sig dreymdi hann ekki. En jeg heyrði
sagt, að það hefði verið hnakksessan prestsins, og
að hanu hefði dreymt undir eins og hann var sofn-
aður, að síra Oddur kæmi til sín og segði: »Mjer
var ekki hægt að láta ykkur heyra til mín, því
Solveig dró mig þrisvar niður af baðstofuveggnum«.
Þá þótti honum Solveig koma, heldur illileg; hvarf
þá prestur, en hún óð að Þorsteini með hníf, og
sagðist skyldi skera hann á háls, ef hann færi nokk-
uð að brúka forvitni. Var hann þá vakinn og tek-
inn burt sessan. Fleiri sögur heyrði jeg af Solveigu
og ýmsar getgátur um hvarf sfra Odds, og er auð-
sjeð að Espólín hefur heyrt þær líka, en hann kall-
ar þær »engar lfklegar«, eins og von var af honum.
Hvort diaugatrú átjándu aldarinnar er nú öldungis
útdauð, skal jeg láta ósagt.
Galdratrú var hjer fyrir miðja öldina miklu
minni en höf. gefur í skyn. Jeg heyrði að sönnu
eitthvað ruglað um galdramenn á Ströndum og Vest-
fjörðum, þegar jeg var ungur. Attu þeir að vera
meistarar í að spilla hver fyrir öðrum, sjer í lagi
aflabrögðum, svo sem að láta enga skepnu fást á
skipið, að stjórinn flyti eins og kefli, þegar honum
væri kastað út, er komið væri á hákarlamið, og
fleira þvi líkt; var slíkt auðsjáanlega þjóðsaga,
en alls ekki galdratrú. Kunnáttumenn þeir, er hann
nefnir, afabróðir hans Jónas á Vatni og Björn á.
Kóðhóli, voru aldrei taldir með galdramönnum. Það