Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Side 235
235
helzta, sem þeir áttu að hafa getað gjört, var að
sýna þjófa, eða vita hver stolið hefði.
Djöflatrú, í þeirri mynd, sem höf. lýsir henni,
vissi jeg ekki til að nokkur maður hefði, frá því
jeg man fyrst til, nefnilega »að vondir menn gætu
komizt i samband við kölska, og látið hann gjöra
sjer ýmislegan greiða«, eins og óguðlegi strákurinn
i Skörðunum þóttist geta. Sagan að lionum er að
sönnu nokkuð lik þvi, sem jeg heyrði hana sagða,
•en allir, sem jeg talaði við, sögðu, að hann gjörði
þetta einungis til að hræða fólk frá, að troða í sig
meiru af barnalærdómnum en búið var; þvi að
snerta hann var hans mesta mein. Spesíunum, sem
hann sýndi, og sagði að kölski hefði geflð sjer, á-
litu menn að hann hefði sjálfsagt stolið, þó það
kæmist aldrei upp. Hvort þær voru teknar af
stráknum, eða hvað af þeim var gjört, heyrði jeg
ekkert um.
Að nokkrum hafl »runnið til rifja meðferðin á
kölska«, eins og höf. segir, er svo fjarstætt, að það
«r eigi svaravert. Grundvöllurinn er heldur ekki
traustur, þvi hann byggir þetta á rangfærðum orð-
um drykkjumanns nokkurs, sem hjer var fyrrum,
en að öðru leyti var álitinn vandaður og góður
maður. Þann mann þekkti jeg vel, því hann kom
hjer stundum, þegar jeg var drengur; var hann þá
opt býsna kenndur, og blótaði töluvert. Man jeg það
að kvennfólki þótti stundum nóg um, og sagði við
hann, að ósköp væri að heyra til hans. Hann hjelt
j)á, að sá, semh ann til tók, væri jafngóður, þó hann
nefndi hann með sinum rjettu nöfnum. Þegar jeg
var orðinn nærri fullorðinn, kom þessi sami maður
hjer enn, og var þá nokkuð við öl. Þásagði hann:
*Jeg er nú öldungis hættur að nefna þann gamla,