Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 237
237
9. Skemmtanir.
Um þennan kafla hefi jeg fátt að segja, því
skemmtanir yngra fólksins eru margar hinar sötnu
og höf. lýsir. Ur rjettaslarkinu og drykkjuskapnum
þykir mjer hann samt gjöra býsna mikið. Því það
má þó segja fyrri hluta aldariunar það til hróss, að
þá sást varla nokkur maður með þriggjapelaflösku,
■enda voru þær þá ekki lögleiddar. En aí því
nokkuð margir höfðu rjettapela fyrrum, og urðu
stuudum dálitið hreifir, þegar leið á daginn, og þar
fyrir utan voru 3—4 brennivínsberserkir, sem opt
gjörðu hávaða og óróa, þá er lýsingin á karlmönn-
nnurn ekkert verri en margt annað í ritgjörðinni.
Þar á mót þykir mjer heldur fara að kastast í
kekki, þegar höf. fer að lýsa kvennfólkinu við rjett-
ina og hann segir: »En kvennfólk hafði og
stundum pela upp á vasann, ýmist með mjöð eða
brennivíni í. Mátti sjá þær hnippa í karlmennina
og kalla þá afsiðis, til að gefa þeim að súpa á pel-
anum, og sögðu þeir, sem sáu ofsjónum yfir slíku,
að helzt mundu þeir verða fyrir þessu, er stúlkun-
um litist á«. Þetta er iýsingin á ungfrúnum, blóma-
rósunum í Skagafirði fyrir 40 árum. Þær áttu að
hafa setið um unga karlmenn, sem þeim leizt á, og
teygt þá til sín út fyrir rjettina, til þess að veita
þeim brennivin. Slík lýsing á okkar heiðvirða
kvennfólki er einhver sú lakasta, sem jeg hefi sjeð,
enda er enginn fótur fyrir henni. Að minnsta kosti
hefi jeg aldrei sjeð það viðhafa slíka veiðiaðferð við
Staðarrjett, og er jeg þó búinn að vera við hana 1
56 haust. En þar á mót hefi jeg opt orðið var við,
að ungar stúlkur hafi haft mestu andstyggð á drykk-
feldum yngismönnum, og forðast eins og heitan eld
að leggja iag sitt við þá, sem þeim er heldur eng-