Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 238
238
an veginn láandi. Að höf. hafi einu sinni sje&
drukkinn kvennmann frá Keflavík við rjettina, vil
jeg ekki rengja, fyrst hann sáþað sjálfur; en aldre-
vissi jeg til, að þar væri neinn kvennmaður drykk
feldur. Þar var samt rjett fyrir 1850 vinnukona,
sem var talin hálfgildings fábjáni, og hefði það helzt
getað verið hún, þó jeg yrði þess ekki var. ftjetta-
ferðir kvennfólks eru nú að mestu aflagðar.
Veizlurnar fyrrum voru með svo mörgu móti,
að þeim er ekki hægt að lýsa öllu betur en höf.
gjörir. Þó vil jeg geta þess, að í mínu ungdæmi
var opt höfð steik f stað hangikjötsins, sem hann
lýsir. Lika var þá ætíð haft sjerstakt vln handa
kvennfólki, var það venjulega annaðhvort gamalvín
eða mjöður; en væri lítið til af honum, sem stund-
um kom fyrir, var hann blandaður með brennivíni
til þriðjunga, að mig minnir; kölluðu menn þann
drykk pólakk.
Skírnarveizlur heyrðust hjer varla nefndar, fyr
en eptir miðja öldina, en síðan farið var að tíðka
þær, hefi jeg verið í fáeinum af þeim, og hefur þar
verið mjög lftið drukkið. Sú skírnarveizla, sem höf.
segist hafa verið í á yngri árum, þar sem drukkið
var alla nóttina, hefur þvf verið sjerstök í sinni röð,
enda efast jeg um, að hún hafi verið fyr en eptir
1850. Á árunum frá 1850 til 1870 mun drykkju-
skapur líka hafa verið einna almennastur, því þá
voru skólarnir með í spilinu. Síðan segja menn
hann hafi farið smá-minnkandi, og nú sjeu fiestir
brennivfnsberserkir úr sögunni. En þó þeir sjeu nú
margir fallnir frá, og fæstum þyki nú orðið sjerleg
mikilmennska í að láta sjá sig fulla, þá er allt af
býsna mikið drukkið, einkum af hinum ljúffengari
og dýrari vínum. í brúðkaupsveizlunum er jafnvel