Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1894, Síða 239
239
drukkið raeira en fyrrura, sem eðlilega leiðir af þvf^
að þær standa nú helmingi lengur en áður, síðan
dansinn fór að útbreiðast. Áður þótti nóg að drekka
til kl. 12 á kvöldin, en nú er venjulega haldið áfram
til kl. 6 morguninn eptir; því eigi þykir dansinn
geta gengið með fjöri, ef púnskollurnar eru ekki
öðrum þræði. Dansinn er að sönnu góð skemmtun,
og talsverð líkamsæfing fyrir unga fólkið, en virðist
eiga betur við kaupstaðalíf en upp til sveita, eink-
um þegar þess er gætt, að honum fylgir heil vöku-
nótt og langur drykkjuskapur; svo er neilsan að
lokunum sett í hættu með því, að ferðast heim í
morgunkælunni, stundum frostgolu, einatt iangan veg,
sveittur frá dansinum. Áður skemmtu menn sjer i
veizlunum með samræðum og söng, og þó höf. segi,
að menn hafl kunnað lítið til hans, þá man jeg það,
að tvísöngurinn þótti mörgum góð skemmtun.
Söngþekking hefur nokkuð breiðzt út núna seinustu
árin, og harmonía eru komin í sumar kirkjur, eins
og höf. segir. En þar sem þau eru ekki, eru prest-
arnir einatt í mestu vandræðum með að geta fengið
nokkurn til að byrja í kirkjunni, sem mun helzt.
koma af því, að yngra fólkið sækist mest eptir, að
læra útlend söngvisnalög, en vanrækir að læra sálma-
lögin, og kann þau þess vegna ekki, sem er engan
veginn hentugt, þar eð slikt getur optlega orsakað-
messuföll.
10. Förumenn.
Þennan kafla byrjar höf. með þvi, aðlýsa sveitar-
stjórninni, sem var fyrrum, eins og hann segir, að
mestu í höndum prests og hreppstjóra. Heyrði jeg
eigi annars getið, þegar jeg var ungur, en að sú
sveitarstjórn hefði víðast farið vel fram, og alls.